Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matvælaráðuneytið er til húsa í Borgartúni 26. Innan þess er nú skoðað hvort tilefni sé til að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.
Matvælaráðuneytið er til húsa í Borgartúni 26. Innan þess er nú skoðað hvort tilefni sé til að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.
Mynd / smh
Fréttir 2. september 2022

Möguleg undirstofnun landbúnaðarmála

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í byrjun ágúst skilaði Ásgerður Snævarr lögfræðingur skýrslu til matvælaráðherra um úttekt á lagaumgjörð og stjórnsýslu matvælaráðuneytisins.

Í kafla skýrslunnar um stjórnsýslukerfið kemur fram að skortur sé á faglegri undirstofnun sem fer með daglega umsýslu og framkvæmd á sviði landbúnaðarmála.

Skýrslan var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvæla­ ráðherra og er tilgangur hennar að treysta faglegan grundvöll stjórnsýslu matvælaráðuneytisins.

Matvælaráðuneytið tók til starfa 1. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið sinnir þeim verkefnasviðum sem áður heyrðu undir sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneyti, auk málefna landgræðslu og skógræktar.

Landbúnaðarstofnun sambærileg Matvælastofnun

Í kaflanum um stjórnsýslukerfið kemur fram að á sviði matvæla sé fjölmenn undirstofnun [Matvælastofnun] sem fari með helstu málefni á því sviði, en engin sambærileg opinber undirstofnun fari með málefni landbúnaðar, þar sem stjórnsýsla sé að verulegu leyti á höndum ráðuneytisins sjálfs og einkaaðila – aðallega Bændasamtaka Íslands. Er þess getið að ríkisendurskoðun hafi bent á ágalla af slíku fyrirkomulagi árið 2011.

Því er í skýrslunni lagt til að lagt verði mat á hvort tilefni sé til þess að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.

Þá er lagt til meðal annars að metið verði hvort elstu lagabálkar á málefnasviði ráðuneytisins uppfylli þær kröfur sem í dag megi leiða af stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum. Einnig „að mótað verði verklag um skipulegt frumkvæðiseftirlit ráðuneytisins með framkvæmd stjórnarmálefna á málefnasviði þess, þ.m.t. eftirlit með einkaaðilum sem fara með framkvæmd opinberra verkefna á grundvelli valdaframsals eða þjónustusamninga,“ eins og það er orðað í skýrslunni.

Skylt efni: matvælaráðuneytið

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...