Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matvælaráðuneytið er til húsa í Borgartúni 26. Innan þess er nú skoðað hvort tilefni sé til að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.
Matvælaráðuneytið er til húsa í Borgartúni 26. Innan þess er nú skoðað hvort tilefni sé til að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.
Mynd / smh
Fréttir 2. september 2022

Möguleg undirstofnun landbúnaðarmála

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í byrjun ágúst skilaði Ásgerður Snævarr lögfræðingur skýrslu til matvælaráðherra um úttekt á lagaumgjörð og stjórnsýslu matvælaráðuneytisins.

Í kafla skýrslunnar um stjórnsýslukerfið kemur fram að skortur sé á faglegri undirstofnun sem fer með daglega umsýslu og framkvæmd á sviði landbúnaðarmála.

Skýrslan var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvæla­ ráðherra og er tilgangur hennar að treysta faglegan grundvöll stjórnsýslu matvælaráðuneytisins.

Matvælaráðuneytið tók til starfa 1. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið sinnir þeim verkefnasviðum sem áður heyrðu undir sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneyti, auk málefna landgræðslu og skógræktar.

Landbúnaðarstofnun sambærileg Matvælastofnun

Í kaflanum um stjórnsýslukerfið kemur fram að á sviði matvæla sé fjölmenn undirstofnun [Matvælastofnun] sem fari með helstu málefni á því sviði, en engin sambærileg opinber undirstofnun fari með málefni landbúnaðar, þar sem stjórnsýsla sé að verulegu leyti á höndum ráðuneytisins sjálfs og einkaaðila – aðallega Bændasamtaka Íslands. Er þess getið að ríkisendurskoðun hafi bent á ágalla af slíku fyrirkomulagi árið 2011.

Því er í skýrslunni lagt til að lagt verði mat á hvort tilefni sé til þess að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.

Þá er lagt til meðal annars að metið verði hvort elstu lagabálkar á málefnasviði ráðuneytisins uppfylli þær kröfur sem í dag megi leiða af stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum. Einnig „að mótað verði verklag um skipulegt frumkvæðiseftirlit ráðuneytisins með framkvæmd stjórnarmálefna á málefnasviði þess, þ.m.t. eftirlit með einkaaðilum sem fara með framkvæmd opinberra verkefna á grundvelli valdaframsals eða þjónustusamninga,“ eins og það er orðað í skýrslunni.

Skylt efni: matvælaráðuneytið

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...