Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matvælaráðuneytið er til húsa í Borgartúni 26. Innan þess er nú skoðað hvort tilefni sé til að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.
Matvælaráðuneytið er til húsa í Borgartúni 26. Innan þess er nú skoðað hvort tilefni sé til að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.
Mynd / smh
Fréttir 2. september 2022

Möguleg undirstofnun landbúnaðarmála

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í byrjun ágúst skilaði Ásgerður Snævarr lögfræðingur skýrslu til matvælaráðherra um úttekt á lagaumgjörð og stjórnsýslu matvælaráðuneytisins.

Í kafla skýrslunnar um stjórnsýslukerfið kemur fram að skortur sé á faglegri undirstofnun sem fer með daglega umsýslu og framkvæmd á sviði landbúnaðarmála.

Skýrslan var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvæla­ ráðherra og er tilgangur hennar að treysta faglegan grundvöll stjórnsýslu matvælaráðuneytisins.

Matvælaráðuneytið tók til starfa 1. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið sinnir þeim verkefnasviðum sem áður heyrðu undir sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneyti, auk málefna landgræðslu og skógræktar.

Landbúnaðarstofnun sambærileg Matvælastofnun

Í kaflanum um stjórnsýslukerfið kemur fram að á sviði matvæla sé fjölmenn undirstofnun [Matvælastofnun] sem fari með helstu málefni á því sviði, en engin sambærileg opinber undirstofnun fari með málefni landbúnaðar, þar sem stjórnsýsla sé að verulegu leyti á höndum ráðuneytisins sjálfs og einkaaðila – aðallega Bændasamtaka Íslands. Er þess getið að ríkisendurskoðun hafi bent á ágalla af slíku fyrirkomulagi árið 2011.

Því er í skýrslunni lagt til að lagt verði mat á hvort tilefni sé til þess að koma á fót undirstofnun eða ráðuneytisstofnun sem verði falin dagleg umsýsla með landbúnaðarmálum.

Þá er lagt til meðal annars að metið verði hvort elstu lagabálkar á málefnasviði ráðuneytisins uppfylli þær kröfur sem í dag megi leiða af stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum. Einnig „að mótað verði verklag um skipulegt frumkvæðiseftirlit ráðuneytisins með framkvæmd stjórnarmálefna á málefnasviði þess, þ.m.t. eftirlit með einkaaðilum sem fara með framkvæmd opinberra verkefna á grundvelli valdaframsals eða þjónustusamninga,“ eins og það er orðað í skýrslunni.

Skylt efni: matvælaráðuneytið

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f