Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mótmælir því að Árborg fái afslátt frá reglum um skólprennsli í Ölfusá
Fréttir 8. maí 2014

Mótmælir því að Árborg fái afslátt frá reglum um skólprennsli í Ölfusá

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Veiðifélags Árnesinga samþykkti ályktun um frárennsli í Ölfusá á aðalfundi sínum sem haldinn var að Þingborg föstudaginn 25. apríl síðastliðinn. Þar er mótmælt fyrirhuguðum breytingum á reglugerð um fráveitur og skólp sem gefi sveitarfélaginu afslátt frá gildandi reglugerð.
 
Tildrög ályktunarinnar er að unnið er að endurskoðun reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp. Aðalfundarfulltrúar voru greinilega ekki hressir með framgang mál að því er fram kemur í ályktun fundarins sem, Jörundur Gauksson, formaður Veiðifélags Árnesinga, kom á framfæri við Bændablaðið.
 
„Þær ótrúlegu upplýsingar hafa borist að unnið sé að því að breyta ákvæðum hennar m.a. í því skyni að sveitarfélaginu Árborg verði heimilt að nota Ölfusá sem viðtaka frá eins þreps skólphreinsistöð. 
Vatnasvið Ölfusár og lífríki hennar nýtur sérstakrar verndar í lögum og núgildandi reglugerð um fráveitur og skólp. Breyting á reglugerðinni haggar ekki þeirri sérstöku vernd sem Ölfusá nýtur að lögum.
 
Félagsmenn Veiðifélags Árnesinga eru eigendur hátt á þriðja hundrað jarða í Árnessýslu. 
Skorar aðalfundur á Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra umhverfis-, auðlinda- og landbúnaðarmála, að gæta þess að fyrirhugaðar breytingar verði ekki gerðar á reglugerðinni og tryggi að Ölfusá njóti þeirra verndar sem henni ber og nýtur að lögum,“ segir í ályktuninni. 
Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...