Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mótmælir því að Árborg fái afslátt frá reglum um skólprennsli í Ölfusá
Fréttir 8. maí 2014

Mótmælir því að Árborg fái afslátt frá reglum um skólprennsli í Ölfusá

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Veiðifélags Árnesinga samþykkti ályktun um frárennsli í Ölfusá á aðalfundi sínum sem haldinn var að Þingborg föstudaginn 25. apríl síðastliðinn. Þar er mótmælt fyrirhuguðum breytingum á reglugerð um fráveitur og skólp sem gefi sveitarfélaginu afslátt frá gildandi reglugerð.
 
Tildrög ályktunarinnar er að unnið er að endurskoðun reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp. Aðalfundarfulltrúar voru greinilega ekki hressir með framgang mál að því er fram kemur í ályktun fundarins sem, Jörundur Gauksson, formaður Veiðifélags Árnesinga, kom á framfæri við Bændablaðið.
 
„Þær ótrúlegu upplýsingar hafa borist að unnið sé að því að breyta ákvæðum hennar m.a. í því skyni að sveitarfélaginu Árborg verði heimilt að nota Ölfusá sem viðtaka frá eins þreps skólphreinsistöð. 
Vatnasvið Ölfusár og lífríki hennar nýtur sérstakrar verndar í lögum og núgildandi reglugerð um fráveitur og skólp. Breyting á reglugerðinni haggar ekki þeirri sérstöku vernd sem Ölfusá nýtur að lögum.
 
Félagsmenn Veiðifélags Árnesinga eru eigendur hátt á þriðja hundrað jarða í Árnessýslu. 
Skorar aðalfundur á Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra umhverfis-, auðlinda- og landbúnaðarmála, að gæta þess að fyrirhugaðar breytingar verði ekki gerðar á reglugerðinni og tryggi að Ölfusá njóti þeirra verndar sem henni ber og nýtur að lögum,“ segir í ályktuninni. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...