Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kornþresking.
Kornþresking.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 3. ágúst 2018

Móta umhverfisstefnu landbúnaðarins

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á síðasta búnaðarþingi var ályktað á þá leið að greina stöðu umhverfismála í íslensk­um landbúnaði og setja í fram­haldinu markmiðssetta stefnu í umhverfismálum til næstu ára. Nýlega skipaði stjórn Bænda­­samtakanna nefnd sem hefur það hlutverk að vinna að umhverfis­stefnunni. 
 
Samþykkt var samhljóða að skipa Ingvar Björnsson, fyrrum ráðunaut og bónda á Hólabaki, sem formann nefndarinnar og með honum þau Katrínu Maríu Andrésdóttur, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda, Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda, Unnstein Snorra Snorrason, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda og Hlyn Gauta Sigurðsson, framkvæmdastjóra Landssamtaka skógarbænda. 
 
Umhverfisstefnunni er ætlað að verða leiðarljós einstakra bænda og búgreina sem og landbúnaðarins alls í umhverfismálum. Henni er ætlað að verða mikilvægt verkfæri við endurskoðun búvörusamninga og við gerð framtíðarsamninga ríkis og bænda.
 
Umhverfisstefna landbúnaðarins mun meðal annars taka á kolefnislosun frá landbúnaði, losun frá ræktunarlandi búpenings og orkunotkunar, landnýtingu, skógrækt og landgræðslu.
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...