Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Monster high-kjóllinn
Hannyrðahornið 8. desember 2014

Monster high-kjóllinn

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir

Hrafnhildur ömmustelpa tilkynnti mér að það væru ekki allar litlar stelpur Frozen-aðdáendur, henni og systur hennar þættu Monster high-stelpurnar miklu flottari.

Monster high-kjóllinn

Enn var leitað á náðir Google og ekki brást hann frekar en fyrri daginn en viti menn, þær voru þá 4 talsins. Nú var úr vöndu að ráða en Dragon-daman sem virðist heita ýmsum nöfnum í Google-heimum, en hún á víst að vera „vampíra“, þótti flottust og eftir því varð þessi kjóll til.

Stærðir: 4-5, 6-7, 8- 9 ára .

Efni: Kartopu kar sim no 550 blágrænt
         Kartopu kar sim no 733 bleikt
         Kartopu Basak no 940 svart
1-2 dokkur af hvorum lit  eftir stærð kjólsins.

Hringprjónar og sokkaprjónar nr 4,5.
Prjónfesta 10x10 sm =19 l og 26 umferðir.

Aðferð: Byrjað að neðan.

Prjónuð er ein svört og ein bleik pífa með munsturprjóni og þær síðan prjónaðar saman 1 L bleik og 1 l svört þannig að þær verða tvöfaldar. Pífan prjónuð áfram með bleiku. Það sem eftir er af pífunni prjónað með bleiku. Tekið úr.

Kjóllinn prjónaður upp með úrtökum með blágrænu.

Síðan kemur randabekkur upp undir höndum 3 l bleikar 1 l svört 3 l blágrænar 1 l svört.

Ermar prjónaða með munsturbekk fremst með svörtu og síðan slétt með bleiku.

Bolur og ermar sameinaðar og prjónað í hring með bleiku.

Úrtökurnar eru í svörtu munsturröndunum.

Kjóll:
Fitjað upp með svörtu á hringprjóninn 350- 385-413 L.

Prjónað eftir munstri fyrst svarta pífan hún geymd og síðan bleika pífan.

Munstrið: 
1. umferð  Brugðið.
2. Slegið uppá, 2 lykkjur prjónaðar   saman, endurtekið allan hringinn.
3. Slétt allan hringinn.
4. Brugðið allan hringinn.
5. Slétt allan hringinn.
6. Slétt allan hringinn.
7. Brugðið allan hringinn.
8. Slegið uppá 2 l prjónaðar saman   endurtekið allan hringinn.
9. Slétt allan hringinn.
10. Slétt allan hringinn.
11. Brugðið allan hringinn.
12. Slétt allan hringinn.

Í síðustu sléttu umferðinni í bleiku pífunni eru báðar pífurnar  lagðar saman þannig að réttan snúi fram á báðum og prjónuð slétt saman 1 l svört og ein 1 bleik sú svarta undir.

Það er mikilvægt að telja lykkjurnar aftur í báðum pífunum áður en byrjað er að prjóna þær saman. Ef einhverju smá skeikar má jafna það á neðri pífunni þeirri svörtu .

Nú eru prjónaðar 6-8-10 umferðir slétt með bleiku .

Í síðustu bleiku umferðinni er tekið úr þannig:
1 L slétt , 2 L sléttar saman, 1 L slétt , takið 1 l óprjónaða, 2 l sl saman og steypið óprjónuðu l yfir. Endurtakið út umferðina. Þá eiga að vera 200-220-236 L á prjónunum.

Nú er prjónað slétt í hring með blágræna litnum þangað til pilsið mælist 6-8-8 sm frá bleiku pífunni.
Þá eru sett prjónamerki á fjórum stöðum.

Prjónið 24-26-28 merkið 52-58-62 merkið 48-52-56 merkið 52-58-62 merkið
24-26-28.

Takið nú 2 l úr við hvert merki þannig:

Þegar 3 L eru eftir að merkinu er 1 L tekin óprjónuð – 1 L prjónuð slétt – óprjónuðu lykkjunni steypt yfir, prjónið síðustu lykkjuna fyrir merkið og fyrstu eftir merkið slétt,  prjónið 2 L sléttar saman.

Endurtakið þessa úrtöku í 8. hverri umferð 7-9-10 sinnum upp pilsið.

Nú ættu að vera 144-148-156 l á prjónunum. Athugið að öll börn eru ekki eins í laginu þannig að úrtökurnar þurfa aðeins að taka mið af því.

Prjónið nú þar til pilsið mælist 39 – 46 – 51 sm eða eins og þið viljið hafa kjólinn síðan en munsturbekkurinn upp að ermaopi  er ca 4 cm.

Nú er komið að munsturbekknum en hann er prjónaður sléttur:
3 L bleikt 1 L svört 3 L blágrænt og 1 L svart.

Prjónið þannig 4-5-6 sm.
Setjið 9 l á hjálparprjóna sitt á hvorri hlið með jafn margar lykkjur á milli (fram og bakstykki) hafið þar sem breiðara er á milli úrtakanna að framan og aftan. Geymið.

Ermar:
Fitjið upp á sokkaprjónana með svörtu 42-44-46 L. Tengið í hring.

Prjónið nú 1 umferð brugðið.

Næstu umferð slá uppá taka 2 la saman endurtaka allan hringinn.
Prjóna 1 br umferð.
Prjóna 1 sl umferð.
Prjóna 1 br umferð.
Slá uppá taka 2 saman allan hringinn.
Prjóna 1 sl umferð.
Næst er prjónað með bleiku og aukið út jafnt yfir um 14 lykkjur þá verða samtals á prjóninum 56-58-60 L.
Prjónaðar áfram slétt með bleiku 14-18-18 umferðir.

Settar 9 L á hjálparprjón fyrir miðri undirermi og hin ermin prjónuð eins. Geymið.

Axlarstykki:Setjið nú upp á hringprjóninn aðra ermina, framstykkið, hina ermina og bakstykkið.

Prjónið nú 11-13-15 umferðir slétt í hring með bleika garninu.

Þá er prjónað munstur með úrtöku með svörtu.

Prjóna 1 umferð slétt með svörtu.

Slá uppá, prjóna 2 l saman, taka 1 l óprjónaða, prjóna næstu l og streypa óprjónuðu l yfir , endurtaka þetta allan hringinn.

Prjóna næstu umferð slétt.

Nú er prjónað með bleiku 4-6-6 umferðir.
Í næstu umferð eru teknar 2 l saman 6 sinnum í röð ofan á miðjum ermunum  til að mynda púffermi.
Prjónað áfram með bleiku 7-8-9 umferðir.
Þá er prjónuð úrtökuumferð með svörtu .
Prjónuð 1 umferð slétt.

Slá uppá , prjóna 2 l saman, taka næstu l óprjónaða, prjóna næstu l og steypa óprjónuðu l yfir, endurtaka allan hringinn.

Prjóna 1 umferð slétt með svörtu.

Prjóna með bleiku slétt 6-7-8 umferðir.

Prjóna næst með svörtu 1 umferð slétt.

Slá uppá, prjóna 2 sl saman taka 1 l óprjónaða, prjóna 2 sl saman og steypa óprjónuðu l yfir.

Næsta umferð slétt og síðan er fellt af mátulega fast svo hálsmálið passi fyrir barnið.

Gengið frá endum, lykkjað saman undir höndum.

Góða skemmtun.          

Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis
Fréttir 9. desember 2021

Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis

Þann 10. nóvember 2021 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann úrs...

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...