Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóra Klappa, Einar Einarsson, rekstrarstjóra MS, Gústaf Helga Hjálmarsson, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóra MS, og Sigrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og ráðgjafar hjá Klöppum.
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóra Klappa, Einar Einarsson, rekstrarstjóra MS, Gústaf Helga Hjálmarsson, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóra MS, og Sigrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og ráðgjafar hjá Klöppum.
Fréttir 6. júní 2018

Mjólkursamsalan semur við Klappir um mælingar á umhverfisálagi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skrifað hefur verið undir þjónustusamning við Klappir um mælingar á umhverfisálagi Mjólkursamsölunnar(MS). Markmið MS er að ná árangri í umhverfismálum og málum tengdum sjálfbærni.

Klappir mun aðstoða MS við að draga saman upplýsingar um umhverfisálag og kolefnisuppgjör og veita MS ráðgjöf með það að markmiði að lágmarka kolefnisspor fyrirtækisins. Aðferðafræði og hugbúnaður Klappa gera fyrirtækjum, sveitarfélögum og stjórnvöldum fært að setja sé mælanleg markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og upplýsa um árangur á hagkvæman og gagnsæjan hátt. Þó nokkur fyrirtæki eru að nýta sér þjónustu Klappa til þess að fylgjast með umhverfisáhrifum sínum. Klappir vinna samkvæmt alþjóðlegri aðferðafræði sem kallast „Greenhouse Gas Protocol“ sem auðveldar samanburð á alþjóðlegum mörkuðum.

„Samningur þessi við Klappir er mikilvægt skref fyrir MS í umhverfismálum. Öll okkar starfsemi hefur áhrif á umhverfið og með því að þekkja þau áhrif í gegnum greiningu á gögnum þá getum við unnið markvisst að úrbótum sem skila MS mælanlegum árangri í umhverfismálum.“ Segir Gústaf Helgi Hjálmarsson, Gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri MS.

Undirritun samkomulagsins er í takt við umhverfisstefnu fyrirtækisins og þá mælikvarða sem settir voru en þar segir meðal annars: „Mjólkursamsalan (MS) einsetur sér í allri starfsemi sinni, allt frá söfnun mjólkur frá framleiðendum til framleiðslu og dreifingar fullunninnar vöru til viðskiptavina, að starfa í sátt við umhverfi sitt og náttúru landsins hverju sinni. Með stefnu sinni leitast fyrirtækið við að endurspegla umhverfisvæn sjónarmið í öllum skrefum virðiskeðjunnar og leggja þar með ríka áherslu á bestu umgengni okkar til verndar umhverfinu og náttúru landsins.“


Hægt er að lesa um umhverfisstefnu fyrirtækisins hér: https://www.ms.is/um-ms/stefna-ms/umhverfisstefna

Skylt efni: MS | Umhverfismál

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...