Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mítlaeyðirinn fipronil fannst hvorki í íslenskum eggjum né kjúklingi
Fréttir 31. maí 2018

Mítlaeyðirinn fipronil fannst hvorki í íslenskum eggjum né kjúklingi

Höfundur: smh
Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun fannst mítla­eyðirinn fipronil hvorki í íslenskum eggjum né kjúklingi. Sumarið 2017 komst upp um óleyfilega notkun á þessum mítlaeyði við svokölluðum rauðum mítli (Dermanyssus gallinae) á varphænum í Evrópu.
 
Í kjölfarið á miklum innköllunum á eggjum og eggjavörum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES)  skipulagði Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) sérstakar sýnatökur til að kanna stöðuna varðandi leifar af mítlaeyðum í kjúklingaafurðum, varphænum, eggjum og eggjavörum. Sýnatökur voru gerðar frá 1. september til loka nóvember 2017, alls 5.439 sýni í flestum löndum EES. Sýni voru bæði valin tilviljanakennt og einnig voru vörur og býli valin vegna gruns um vandamál eða lyfjanotkun. 
 
Matvælastofnun tók þátt í verkefninu og voru tekin tíu sýni til greiningar af eggjum og kjúklingakjöti til greiningar á fipronil og öðrum efnum sem hægt er að nota gegn rauðum hænsnamítli. Þar sem enginn grunur um slíka notkun var hér var sýnatökum dreift tilviljunarkennt á búin hér á landi.
 
Fibronil fannst í níu löndum EES
 
Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að í yfirliti EFSA um sýnatökurnar komi fram hvar fipronil hafi verið notað. „Niðurstöður EFSA sýna að 742 sýni (13%) innihéldu leifar yfir hámarksgildi. Í þessum sýnum var mengun af völdum mítlaeyða yfir hámarksgildum næstum eingöngu vegna notkunar fipronils.
 
Aðeins eitt sýni af eggjum reyndist innihalda leifar af mítlaeyðinum amitraz yfir hámarksgildum. Sýnin sem innihéldu leifar yfir hámarksgildum voru frá níu löndum EES og voru upprunnin í átta löndum; Hollandi, Ítalíu, Þýskalandi, Póllandi, Ungverjalandi, Frakklandi, Slóveníu og Grikklandi.
 
Sýnin sem tekin voru af Matvælastofnun af íslenskri framleiðslu voru öll laus við leifar af fipronili og öðru skordýraeitri. Fyrr á árinu 2017 hafði Matvælastofnun tekið sýni af sendingu af innfluttu eggjarauðudufti sem í reyndust vera leifar fipronils. Sendingin var endursend en varð til þess að framleiðslufyrirtæki sem hafði flutt inn sömu lotu fyrr um sumarið innkallaði framleiðsluvörur sem það hafði verið notað í. Innflutningseftirlit með eggjavörum var hert í kjölfarið og var krafist vottorðs um greiningar á leifum áður en eggjavörum var hleypt inn í landið.
 
Fipronil er notað bæði sem mítlaeyðir á gæludýr og sem skordýraeitur í og við byggingar og á einstaka káltegundir. Ekki er leyfilegt að nota lyfið til að meðhöndla dýr sem alin eru til manneldis. Leifar af fipronil geta fundist í eggjum/eggjaafurðum í mjög litlu magni vegna þess að ekki er hægt að útiloka að það berist í þau úr umhverfi. Hámarksgildi fyrir leyfilegt magn leifa eru sett í reglugerð um varnarefnaleifar í matvælum og fóðri nr. 672/2008 (EB 396/2005),“ segir í tilkynningunni.
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...