Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jón Helgason í Seglbúðum, f. 4. okt. 1931, d. 2. apríl 2019.
Jón Helgason í Seglbúðum, f. 4. okt. 1931, d. 2. apríl 2019.
Mynd / TB
Líf og starf 17. apríl 2019

Minning - Jón Helgason

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Jón Helgason í Seglbúðum í Landbroti lést þriðjudaginn 2. apríl á hjúkrunar- og dvalar­heimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri. Jón var kunnastur fyrir opinber störf sín en hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurlands­kjördæmi á árunum 1974–1995 og jafnframt landbúnaðar­ráðherra frá 1983 til 1988 og dómsmálaráðherra 1983–1987. Forseti Alþingis var hann á árunum 1979–1983. 
 
Jón var formaður Búnaðarfélags Íslands og forseti Búnaðar­þings 1991–1995. Árið 1998 var Jón kosinn á Kirkjuþing og á fyrsta þingi þar á eftir jafnframt forseti þess. Að auki sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum, bæði fyrir heimahérað sitt, bændastéttina og á landsvísu.
 
Ötull baráttumaður landbúnaðarins og landsbyggðarinnar
 
Í minningarorðum forseta Alþingis á dögunum kom fram að Jón Helgason tók fyrst sæti á Alþingi sem varaþingmaður í mars 1972. Hann var síðan kjörinn alþingismaður í kosningunum 1974 og sat samfellt á þingi í rúm 20 ár, eða til ársins 1995, samtals á 25 löggjafarþingum.
 
 „Sem þingmaður beitti Jón sér mest í landbúnaðarmálum og hagsmunamálum lands-byggðarinnar. Bindindismál voru honum einnig mjög hugleikin og lét hann að sér kveða í þeim efnum bæði á Alþingi og utan þess. Hann sinnti líka nokkuð alþjóðastarfi á vegum þingsins,“ sagði í minningarorðum sem flutt voru á Alþingi í upphafi vikunnar. 
 
Jón Helgason fæddist árið 1931 í Seglbúðum og var yngstur fjögurra systkina. Foreldrar þeirra voru Helgi Jónsson frá Seglbúðum og Gyðríður Pálsdóttir frá Þykkvabæ í Landbroti.
 
Jón bjó í Seglbúðum, ásamt konu sinni, Guðrúnu Þorkelsdóttur, en þau héldu þó jafnframt heimili í Reykjavík. Guðrún lifir eiginmann sinn. Börn þeirra eru Helga og Bjarni Þorkell og fóstursonurinn Björn Sævar Einarsson.
 
Í ítarlegu viðtali, sem birt var í tveimur tölublöðum Freys árið 2005, fór Matthías Eggertsson ritstjóri yfir uppvaxtarár Jóns og búskapinn í Seglbúðum. Þar sagði Jón meðal annars frá fyrstu árum sínum í heimangönguskóla í Þykkvabæ efri. Þangað fylgdi hann yngstu systur sinni, Ásdísi, þegar hún var tíu ára en hann átta. Þetta var um 40 mínútna gangur hvora leið en þar var hann í skóla í fjóra vetur. Veturinn áður en Jón lauk fullnaðarprófi fór hann í nám hjá séra Gísla Brynjólfssyni á Kirkjubæjarlaustri í nokkrar vikur, aðallega í íslensku og dönsku. Markmiðið var að sækja um skólavist í Menntaskólanum í Reykjavík. Leið Jóns lá síðan til Reykjavíkur í undirbúningsdeild hjá Einari Magnússyni mennta­skólakennara. Vorið 1945 tók Jón inntökupróf í MR og varð í hópi þeirra 32 sem settust þar í 1. bekk um haustið. Þaðan lauk hann stúdentsprófi árið 1950. Örlögin höguðu því þannig að Jón tók við búi móður sinnar í Seglbúðum og var bóndi þar til ársins 1980 samhliða ýmsum öðrum störfum.
 
Með Jóni er genginn góður Skaftfellingur sem minnst er fyrir lipurð, samviskusemi og dugnað. Bændasamtök Íslands þakka fyrir störf Jóns Helgasonar í þágu íslensks landbúnaðar.
 
Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...