Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Minni sykur, salt og fita í matnum
Fréttir 22. desember 2016

Minni sykur, salt og fita í matnum

Höfundur: ehg / Nationen
Nú hafa heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við matvælafyrirtæki og stórverslanir í Noregi skrifað undir samning þess efnis að unnið verði markvisst að minni neyslu Norðmanna á sykri, fitu og salti. 
 
Er von manna þar í landi að samningurinn geri neytendum auðveldara um vik að taka hollari ákvarðanir.
Samkvæmt samningnum á sykurinnihald í mat að minnka um 12,5 prósent næstu fimm árin. Á sama tíma á saltinnihald að minnka um 20 prósent og innihald mettaðrar fitu um 7 prósent strax á næsta ári en um 29 prósent á fimm ára tímabilinu. Heilsu- og umönnunarráðherra Noregs, Bent Høie, skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisins ásamt fulltrúum fyrirtækja í matvælaiðnaði og stórverslana en þessir aðilar hafa setið í stýrihóp í eitt ár til að komast að sameiginlegri áætlun. Í henni kemur meðal annars fram að Noregur eigi að verða eitt af þremur löndum í heiminum með hæstan lífaldur fólks. 
 
Hjá mörgum matvælaframleiðendum sem eru með í áætluninni munu breytingarnar gerast smám saman þannig að neytendur finni ekki mun á bragði varanna. Margir Norðmenn borða of lítið af grænmeti, ávöxtum, berjum, korni og fiski en borða of mikið af mettaðri fitu og salti. Stefna framleiðendanna og stórverslana mun fljótt verða sýnileg athugulum neytendum með nýjum skammta- og pakkastærðum, nýjum vörum, endurmótun, fleiri valkostum, ákveðnum staðsetningum og kynning á hollari vörum. 
 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...