Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Minni sykur, salt og fita í matnum
Fréttir 22. desember 2016

Minni sykur, salt og fita í matnum

Höfundur: ehg / Nationen
Nú hafa heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við matvælafyrirtæki og stórverslanir í Noregi skrifað undir samning þess efnis að unnið verði markvisst að minni neyslu Norðmanna á sykri, fitu og salti. 
 
Er von manna þar í landi að samningurinn geri neytendum auðveldara um vik að taka hollari ákvarðanir.
Samkvæmt samningnum á sykurinnihald í mat að minnka um 12,5 prósent næstu fimm árin. Á sama tíma á saltinnihald að minnka um 20 prósent og innihald mettaðrar fitu um 7 prósent strax á næsta ári en um 29 prósent á fimm ára tímabilinu. Heilsu- og umönnunarráðherra Noregs, Bent Høie, skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisins ásamt fulltrúum fyrirtækja í matvælaiðnaði og stórverslana en þessir aðilar hafa setið í stýrihóp í eitt ár til að komast að sameiginlegri áætlun. Í henni kemur meðal annars fram að Noregur eigi að verða eitt af þremur löndum í heiminum með hæstan lífaldur fólks. 
 
Hjá mörgum matvælaframleiðendum sem eru með í áætluninni munu breytingarnar gerast smám saman þannig að neytendur finni ekki mun á bragði varanna. Margir Norðmenn borða of lítið af grænmeti, ávöxtum, berjum, korni og fiski en borða of mikið af mettaðri fitu og salti. Stefna framleiðendanna og stórverslana mun fljótt verða sýnileg athugulum neytendum með nýjum skammta- og pakkastærðum, nýjum vörum, endurmótun, fleiri valkostum, ákveðnum staðsetningum og kynning á hollari vörum. 
 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...