Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Minni sykur, salt og fita í matnum
Fréttir 22. desember 2016

Minni sykur, salt og fita í matnum

Höfundur: ehg / Nationen
Nú hafa heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við matvælafyrirtæki og stórverslanir í Noregi skrifað undir samning þess efnis að unnið verði markvisst að minni neyslu Norðmanna á sykri, fitu og salti. 
 
Er von manna þar í landi að samningurinn geri neytendum auðveldara um vik að taka hollari ákvarðanir.
Samkvæmt samningnum á sykurinnihald í mat að minnka um 12,5 prósent næstu fimm árin. Á sama tíma á saltinnihald að minnka um 20 prósent og innihald mettaðrar fitu um 7 prósent strax á næsta ári en um 29 prósent á fimm ára tímabilinu. Heilsu- og umönnunarráðherra Noregs, Bent Høie, skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisins ásamt fulltrúum fyrirtækja í matvælaiðnaði og stórverslana en þessir aðilar hafa setið í stýrihóp í eitt ár til að komast að sameiginlegri áætlun. Í henni kemur meðal annars fram að Noregur eigi að verða eitt af þremur löndum í heiminum með hæstan lífaldur fólks. 
 
Hjá mörgum matvælaframleiðendum sem eru með í áætluninni munu breytingarnar gerast smám saman þannig að neytendur finni ekki mun á bragði varanna. Margir Norðmenn borða of lítið af grænmeti, ávöxtum, berjum, korni og fiski en borða of mikið af mettaðri fitu og salti. Stefna framleiðendanna og stórverslana mun fljótt verða sýnileg athugulum neytendum með nýjum skammta- og pakkastærðum, nýjum vörum, endurmótun, fleiri valkostum, ákveðnum staðsetningum og kynning á hollari vörum. 
 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...