Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Minni sykur, salt og fita í matnum
Fréttir 22. desember 2016

Minni sykur, salt og fita í matnum

Höfundur: ehg / Nationen
Nú hafa heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við matvælafyrirtæki og stórverslanir í Noregi skrifað undir samning þess efnis að unnið verði markvisst að minni neyslu Norðmanna á sykri, fitu og salti. 
 
Er von manna þar í landi að samningurinn geri neytendum auðveldara um vik að taka hollari ákvarðanir.
Samkvæmt samningnum á sykurinnihald í mat að minnka um 12,5 prósent næstu fimm árin. Á sama tíma á saltinnihald að minnka um 20 prósent og innihald mettaðrar fitu um 7 prósent strax á næsta ári en um 29 prósent á fimm ára tímabilinu. Heilsu- og umönnunarráðherra Noregs, Bent Høie, skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisins ásamt fulltrúum fyrirtækja í matvælaiðnaði og stórverslana en þessir aðilar hafa setið í stýrihóp í eitt ár til að komast að sameiginlegri áætlun. Í henni kemur meðal annars fram að Noregur eigi að verða eitt af þremur löndum í heiminum með hæstan lífaldur fólks. 
 
Hjá mörgum matvælaframleiðendum sem eru með í áætluninni munu breytingarnar gerast smám saman þannig að neytendur finni ekki mun á bragði varanna. Margir Norðmenn borða of lítið af grænmeti, ávöxtum, berjum, korni og fiski en borða of mikið af mettaðri fitu og salti. Stefna framleiðendanna og stórverslana mun fljótt verða sýnileg athugulum neytendum með nýjum skammta- og pakkastærðum, nýjum vörum, endurmótun, fleiri valkostum, ákveðnum staðsetningum og kynning á hollari vörum. 
 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...