Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Minni sykur, salt og fita í matnum
Fréttir 22. desember 2016

Minni sykur, salt og fita í matnum

Höfundur: ehg / Nationen
Nú hafa heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við matvælafyrirtæki og stórverslanir í Noregi skrifað undir samning þess efnis að unnið verði markvisst að minni neyslu Norðmanna á sykri, fitu og salti. 
 
Er von manna þar í landi að samningurinn geri neytendum auðveldara um vik að taka hollari ákvarðanir.
Samkvæmt samningnum á sykurinnihald í mat að minnka um 12,5 prósent næstu fimm árin. Á sama tíma á saltinnihald að minnka um 20 prósent og innihald mettaðrar fitu um 7 prósent strax á næsta ári en um 29 prósent á fimm ára tímabilinu. Heilsu- og umönnunarráðherra Noregs, Bent Høie, skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisins ásamt fulltrúum fyrirtækja í matvælaiðnaði og stórverslana en þessir aðilar hafa setið í stýrihóp í eitt ár til að komast að sameiginlegri áætlun. Í henni kemur meðal annars fram að Noregur eigi að verða eitt af þremur löndum í heiminum með hæstan lífaldur fólks. 
 
Hjá mörgum matvælaframleiðendum sem eru með í áætluninni munu breytingarnar gerast smám saman þannig að neytendur finni ekki mun á bragði varanna. Margir Norðmenn borða of lítið af grænmeti, ávöxtum, berjum, korni og fiski en borða of mikið af mettaðri fitu og salti. Stefna framleiðendanna og stórverslana mun fljótt verða sýnileg athugulum neytendum með nýjum skammta- og pakkastærðum, nýjum vörum, endurmótun, fleiri valkostum, ákveðnum staðsetningum og kynning á hollari vörum. 
 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...