Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 mánaða.
Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti er sem fyrr með afurðahæsta sauðfjárbúið.
Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti er sem fyrr með afurðahæsta sauðfjárbúið.
Mynd / smh
Fréttir 25. febrúar 2025

Minni afurðir en góður árangur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í niðurstöðum sauðfjárskýrsluhaldsins fyrir síðasta ár, sem Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, fjallar um hér í blaðinu, kemur í ljós að afurðir eftir hverja fullorðna kind voru 28,4 kíló að meðaltali, sem eru minni afurðir en undanfarin ár.

Líkt og fyrri ár er Gýgjarhólskot afurðamesta sauðfjárbú síðasta árs með 44,8 kíló eftir hverja fullorðna kind og Bræðratunga sem einnig er í Biskupstungum með 43,2 kíló eftir hverja kind í öðru sæti. Það voru einu búin sem náðu meira en 40 kílóum eftir allar kindur búanna. Efri-Fitjar í Fitjárdal er svo í þriðja sæti með 42,8 kíló eftir hverja fullorðna kind. Segir Eyjólfur að sífellt fleiri bú nái auknum afurðum. Sem dæmi nefnir hann að árið 2024 hafi 56 bú náð meira en 35 kílóum eftir hverja fullorðna kind, en árið 2010 náðu einungis 12 bú þeim árangri.

Í yfirliti Eyjólfs kemur fram að fædd lömb á hverja kind hafi verið 1,85 vorið 2024, en þeim hefur farið lítillega fjölgandi. Helsta ástæðan er að aukinn fjöldi kinda eignist þrjú eða fleiri lömb. Fór það hlutfall nú í fyrsta skiptið yfir tíu prósent.

Eyjólfur segir að þó að afurðirnar teljist minni en undanfarin ár sé árangurinn samt sem áður góður í ljósi þeirra áskorana sem bændur landsins bjuggu við á síðasta ári. „Áhrif af hretinu í fyrstu viku júní sjást greinilega í mörgum héruðum sem færri kíló eftir hverja kind en samt ekkert langt frá meðalafurðum síðustu 10 ára. Þó þarf að hafa í huga að fé hefur fækkað mikið síðustu ár sem hefur einhver áhrif á samanburð milli ára. Hlutfallslega hefur fækkun sauðfjár verið minnst í Austur-Húnavatnssýslu en mest á Vestfjörðum og í Vestur-Skaftafellssýslu,“ segir Eyjólfur í yfirliti sínu.

– Sjá nánar á síðum 40–41. í nýjasta Bændablaðinu

Skylt efni: sauðfjárafurðir

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.