Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verð á minkaskinnum hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur.
Verð á minkaskinnum hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. júní 2014

Minkaskinn lækka enn í verði

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Skinnaverð hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur uppboðshússins sem hófst á þjóðhátíðardaginn. Á þessu uppboði má gera ráð fyrir að um 45.000 íslensk skinn verði boðin upp, eða á milli 25 til 30 prósent af íslensku framleiðslunni að sögn Einars Einarssonar loðdýraræktarráðunauts.
„Þetta er öll flóran, allir litir og allar tegundir. Skinn hafa lækkað á síðustu uppboðum, í Toronto í Kanada og í Helsinki, um 20 til 25 prósent. Það sem búið er að selja það sem af er uppboðinu núna hefur fallið um 9 til 18 prósent.“

Það þýðir að sögn Einars að skinnaverð er komið talsvert undir framleiðslukostnað. „Ef við gefum okkur að botninum sé náð núna þá gæti meðalverð fyrir árið endað í 4.500 til 5.000 krónum á meðan að framleiðslukostnaðurinn er 7.000 krónur.“

Einar segir þó að þessi lækkun eigi ekki að vera áhyggjuefni fyrir íslenska minkabændur, ekki að svo stöddu. „Þetta er bara eins og þessi bransi er og menn standa þetta af sér. Áhyggjuefnið í mínum huga er fyrst og fremst framleiðslukostnaðurinn. Hann hefur hækkað óhemjumikið síðustu ár og við stöndum orðið bara jafnfætis eða erum með hærri kostnað en í nágrannalöndunum. Við verðum að bregðast við þessari þenslu í þjóðfélaginu sem veldur þessu ef ekki á illa að fara, bæði í okkar geira og annars staðar.“

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...