Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Verð á minkaskinnum hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur.
Verð á minkaskinnum hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. júní 2014

Minkaskinn lækka enn í verði

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Skinnaverð hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur uppboðshússins sem hófst á þjóðhátíðardaginn. Á þessu uppboði má gera ráð fyrir að um 45.000 íslensk skinn verði boðin upp, eða á milli 25 til 30 prósent af íslensku framleiðslunni að sögn Einars Einarssonar loðdýraræktarráðunauts.
„Þetta er öll flóran, allir litir og allar tegundir. Skinn hafa lækkað á síðustu uppboðum, í Toronto í Kanada og í Helsinki, um 20 til 25 prósent. Það sem búið er að selja það sem af er uppboðinu núna hefur fallið um 9 til 18 prósent.“

Það þýðir að sögn Einars að skinnaverð er komið talsvert undir framleiðslukostnað. „Ef við gefum okkur að botninum sé náð núna þá gæti meðalverð fyrir árið endað í 4.500 til 5.000 krónum á meðan að framleiðslukostnaðurinn er 7.000 krónur.“

Einar segir þó að þessi lækkun eigi ekki að vera áhyggjuefni fyrir íslenska minkabændur, ekki að svo stöddu. „Þetta er bara eins og þessi bransi er og menn standa þetta af sér. Áhyggjuefnið í mínum huga er fyrst og fremst framleiðslukostnaðurinn. Hann hefur hækkað óhemjumikið síðustu ár og við stöndum orðið bara jafnfætis eða erum með hærri kostnað en í nágrannalöndunum. Við verðum að bregðast við þessari þenslu í þjóðfélaginu sem veldur þessu ef ekki á illa að fara, bæði í okkar geira og annars staðar.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...