Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verð á minkaskinnum hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur.
Verð á minkaskinnum hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. júní 2014

Minkaskinn lækka enn í verði

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Skinnaverð hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur uppboðshússins sem hófst á þjóðhátíðardaginn. Á þessu uppboði má gera ráð fyrir að um 45.000 íslensk skinn verði boðin upp, eða á milli 25 til 30 prósent af íslensku framleiðslunni að sögn Einars Einarssonar loðdýraræktarráðunauts.
„Þetta er öll flóran, allir litir og allar tegundir. Skinn hafa lækkað á síðustu uppboðum, í Toronto í Kanada og í Helsinki, um 20 til 25 prósent. Það sem búið er að selja það sem af er uppboðinu núna hefur fallið um 9 til 18 prósent.“

Það þýðir að sögn Einars að skinnaverð er komið talsvert undir framleiðslukostnað. „Ef við gefum okkur að botninum sé náð núna þá gæti meðalverð fyrir árið endað í 4.500 til 5.000 krónum á meðan að framleiðslukostnaðurinn er 7.000 krónur.“

Einar segir þó að þessi lækkun eigi ekki að vera áhyggjuefni fyrir íslenska minkabændur, ekki að svo stöddu. „Þetta er bara eins og þessi bransi er og menn standa þetta af sér. Áhyggjuefnið í mínum huga er fyrst og fremst framleiðslukostnaðurinn. Hann hefur hækkað óhemjumikið síðustu ár og við stöndum orðið bara jafnfætis eða erum með hærri kostnað en í nágrannalöndunum. Við verðum að bregðast við þessari þenslu í þjóðfélaginu sem veldur þessu ef ekki á illa að fara, bæði í okkar geira og annars staðar.“

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...