Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Milljónir tonna af hlandi og búfjárskít
Fréttir 20. september 2018

Milljónir tonna af hlandi og búfjárskít

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir tveimur árum gekk álíka stór fellibylur yfir Norður-Karólínu og gekk yfir ríkið fyrir stuttu. Fyrir utan mannfall urðu þúsundir búfjár fellibylnum að bráð. Auk þess sem fellibylurinn þá og núna dreifði milljónum tonna af búfjárskít og hlandi yfir stór svæði.

Víða í Bandaríkjunum eru stór opin lón við verksmiðjubú sem eru full af skít og þvagi úr búfé og eru lónin eins konar opin haughús eða opnar hauggryfjur. Mörg þessara lóna eru á stærð við stöðuvötn og nú er svo komið að fjöldi þeirra eru orðin barmafull og hætt við að úr þeim flæði og afrennslið mengi grunnvatn á stórum svæðum.

Áætlað magn lífræns úrgangs sem rennur í slíkt lón frá framleiðendum svína- og alifuglakjöts í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum er talið í lítrum á við vatnið í 15.000 ólympískum sundlaugum sem hver um sig tekur 2,5 milljón lítra af vatni.

Talið er að fellibylurinn sem á dögunum gekk yfir Norður-Karólínu hafi feykt miklu af innihaldi lónanna langar leiðir með þeim afleiðingum að skíturinn og hlandið hafi borist langar leiðir með tilheyrandi óþrifnaði og sýkingarhættu. Ekki er nóg með að úrgangurinn geti borist langar leiðir með vindi heldur er hætta á að E. coli bakteríur geti borist í drykkjarvatn og á akra víða um ríki. Auk þess sem flóð sem iðulega fylgja stórviðrum á þessu svæði skola með sér innihaldi lónanna út í nærliggjandi ár og vötn.

Skylt efni: fellibylur | hauggryfjur

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...