Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Milljónir búfjár drepast áður en þau eru send í sláturhús
Fréttir 2. desember 2014

Milljónir búfjár drepast áður en þau eru send í sláturhús

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dýraverndunarsamtök í Bretlandi áætla að hátt í 43 milljón búfjár drepist þar á ári hverju vegna elda, flóða, sjúkdóma, vanrækslu eða verði fyrir bíl.

Engar opinberar tölur eru til um dauða búfjár sem ekki fara í sláturhús þar sem bændur eru ekki skyldugir að tilkynna dauða gripa nema þeir drepist af völdum sjúkdóma.

Tölur um sláturdýr í Bretlandi segja að tæplega 990 milljónum hafi verið slátrað árið 2013. 2,6 milljónum nautgripa, 10,3 milljónum svína, 14,5 milljón sauðfé, 17,5 milljón kalkúnum og 945 milljón hænsnum.

Samkvæmt áætlun dýraverndunarsamtakanna skiptist „ótímabær“ dauði búfjár þannig milli tegunda 250 þúsund nautgripir, 750 þúsund svín, 750 þúsund kalkúnar, 2,5 milljónir sauðfjár, 38 milljónir hænsna og 600 þúsund kanínur, endur og gæsir.

Dæmi um það sem kalla má ótímabæran dauða húsdýra er þegar 700 þúsund hænur drukknuðu á býli Linconskíri í desember á síðasta ári og 2000 brunnu inn á þegar svínabú á svipuðum slóðum brann til kaldra kola.

Eins og gefur að skilja er fjárhagstjón vegna þessa gríðarlegt auk þess sem lækka mætti matarverð væri gripanna gæt betur.
 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...