Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Milljónir búfjár drepast áður en þau eru send í sláturhús
Fréttir 2. desember 2014

Milljónir búfjár drepast áður en þau eru send í sláturhús

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dýraverndunarsamtök í Bretlandi áætla að hátt í 43 milljón búfjár drepist þar á ári hverju vegna elda, flóða, sjúkdóma, vanrækslu eða verði fyrir bíl.

Engar opinberar tölur eru til um dauða búfjár sem ekki fara í sláturhús þar sem bændur eru ekki skyldugir að tilkynna dauða gripa nema þeir drepist af völdum sjúkdóma.

Tölur um sláturdýr í Bretlandi segja að tæplega 990 milljónum hafi verið slátrað árið 2013. 2,6 milljónum nautgripa, 10,3 milljónum svína, 14,5 milljón sauðfé, 17,5 milljón kalkúnum og 945 milljón hænsnum.

Samkvæmt áætlun dýraverndunarsamtakanna skiptist „ótímabær“ dauði búfjár þannig milli tegunda 250 þúsund nautgripir, 750 þúsund svín, 750 þúsund kalkúnar, 2,5 milljónir sauðfjár, 38 milljónir hænsna og 600 þúsund kanínur, endur og gæsir.

Dæmi um það sem kalla má ótímabæran dauða húsdýra er þegar 700 þúsund hænur drukknuðu á býli Linconskíri í desember á síðasta ári og 2000 brunnu inn á þegar svínabú á svipuðum slóðum brann til kaldra kola.

Eins og gefur að skilja er fjárhagstjón vegna þessa gríðarlegt auk þess sem lækka mætti matarverð væri gripanna gæt betur.
 

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...