Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ástandinu í svínaeldi í Nígeríu um þessar mundir er lýst þannig að sprenging hafi átt sér stað í útbreiðslu afrískrar svínapestar.
Ástandinu í svínaeldi í Nígeríu um þessar mundir er lýst þannig að sprenging hafi átt sér stað í útbreiðslu afrískrar svínapestar.
Fréttir 9. júlí 2020

Milljón svínum lógað í Nígeríu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að um milljón svínum hafi verið lógað í Nígeríu undanfarna daga í einu versta svínapestartilfelli sem komið hefur í langan tíma. Lítið eftirlit í landinu er sögð helsta ástæða þess að pestin hafi náð mikilli útbreiðslu á skömmum tíma.

Ástandinu í svínaeldi í Nígeríu um þessar mundir er lýst þannig að sprenging hafi átt sér stað í útbreiðslu afrískrar svínapestar. Pestarinnar varð fyrst vart í nágrenni höfuðborgarinnar Lagos fyrr á þessu ári en hefur síðan þá breiðst út um nánast allt landið.

Talsmaður stærsta svínaræktanda í Vestur-Afríku segir að á búum fyrirtækisins sé þegar búið að lóga um hálfri milljón svínum og hátt í milljón í landinu öllu.

Svínapest er engin nýlunda í Afríku og vitað er um að minnsta kosti 60 misalvarleg tilfelli hennar frá 2016 til 2019 en ekkert þeirra er sagt viðlíka útbreitt og faraldurinn sem gengur yfir Nígeríu núna.

Dæmi eru um að bú hafi þurft að lóga öllum sínum svínum og kemur slíkt verst niður á fátækum smábændum sem reiða sig á svínaræktina til að sjá sér og sínum farborða.

Svínapestin í Nígeríu í kjölfar COVID-19 er ekki við bætandi í landi þar sem fátækt er mikil og heilsugæsla og matur er víða af skornum skammti.

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...