Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Milljón afbrigði geymd í frosti
Fréttir 12. mars 2020

Milljón afbrigði geymd í frosti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir stuttu náðist sá merki áfangi að milljónasta afbrigðið af nytjaplöntu var komið fyrir í frægeymslu NorGen á Svalbarða. Háar upphæðir hafa farið til viðhalds frægeymslunnar undan­farna mánuði.

Hlýnun lofthita á jörðinni, ú­tþensla ræktarlands og borga, aukin einsleitni í ræktun og fleiri þættir gera það að verkum að sífellt fleiri ræktunarafbrigði nytjaplantna eru í ræktun. Með einsleitari ræktun eru erfðaefni nytjaplantna sem gætu átt eftir að koma að góðu að tapast. Tilgangur frægeymslunnar á Sval­barða er að geyma slík afbrigði í frosti til seinni tíma rannsókna og ræktunar.

Komið í veg fyrir leka

Talsverðar umbætur hafa verið gerðar á frægeymslunni eftir að upp kom vatnsleki í inngangi hennar eftir óvenju miklar leysingar á Svalbarða árið 2017. Viðgerðirnar, sem Norðmenn greiddu fyrir, kost­uðu hátt í 20 milljón evrur, eða tæpan 3,8 milljarða íslenskra króna. Upphaflegur kostnaður við frægeymsluna árið 2008 var 9 milljarðar evra, eða um 1,3 milljarðar íslenskra króna.

Nytjaplöntur og ættingjar þeirra

Sýni í frægeymslunni koma alls staðar að úr heiminum og hefur geymsla vaxið úr því að vera geymsla fyrir norrænar nytjajurtir í að vera alþjóðleg frægeymsla. Í dag er þar meðal annars að finna sýnishorn af nytjaplöntum frá stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi, frá indíánum í Norður-Ameríku, Perú og Nýja-Sjálandi

Auk þess að geyma fræ af þekktum nytjaplöntum er í geymsl­unni að finna fjölda fræja af nánum ættingjum nytjaplantna sem gætu reynst þolnir gegn ýmsum plöntusjúkdómum og öðrum óværum sem leggjast á plöntur.  

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...