Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Thomas Snellman er frumkvöðull og bóndi frá Finnlandi sem hefur lyft grettistaki í sölu beint frá býli.
Thomas Snellman er frumkvöðull og bóndi frá Finnlandi sem hefur lyft grettistaki í sölu beint frá býli.
Mynd / TB
Fréttir 16. mars 2018

Milliliðalaus viðskipti með búvörur - Upptökur

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Bændasamtökin og Matarauður Íslands héldu opna ráðstefnu og vinnustofu á dögunum undir heitinu „Gerðu þér mat úr Facebook“. Upptökur eru nú aðgengilegar frá viðburðinum sem haldinn var í Hörpu sunnudaginn 4. mars.

Finninn Thomas Snellman sagði frá Reko-hringjunum í Finnlandi sem ganga út á að miðla vörum frá bændum beint til neytenda. Þá hélt Brynja Laxdal, verkefnisstjóri Matarauðsins, erindi um reynslu af matarmarkaði á Facebook hér á landi og Arnar Gísli Hinriksson, sérfræðingur í árangursmarkaðssetningu, sagði frá ýmsum hagnýtum aðferðum við markaðssetningu á Netinu.

Erindi
The REKO story, an easy way to reach consumers directly - Thomas Snellman, bóndi - UPPTAKA

Reynsla af matarmarkaði á Facebook – Brynja Laxdal, verkefnastj. Matarauðs Íslands - UPPTAKA

Gerðu þér mat úr Facebook – Arnar Gísli Hinriksson markaðsfræðingur - UPPTAKA

Eftir erindin var haldin vinnustofa þar sem þátttakendur veltu þeirri spurningu fyrir sér hvað skiptir mestu máli svo milliliðalaus viðskipti með matvörur geti átt sér stað. Meðfylgjandi eru myndir úr hópvinnunni þar sem fólk úr ýmsum áttum tók þátt; bændur, smáframleiðendur, verslunarfólk, hönnuðir, kokkar, ráðgjafar o.fl.

13 myndir:

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...