Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Thomas Snellman er frumkvöðull og bóndi frá Finnlandi sem hefur lyft grettistaki í sölu beint frá býli.
Thomas Snellman er frumkvöðull og bóndi frá Finnlandi sem hefur lyft grettistaki í sölu beint frá býli.
Mynd / TB
Fréttir 16. mars 2018

Milliliðalaus viðskipti með búvörur - Upptökur

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Bændasamtökin og Matarauður Íslands héldu opna ráðstefnu og vinnustofu á dögunum undir heitinu „Gerðu þér mat úr Facebook“. Upptökur eru nú aðgengilegar frá viðburðinum sem haldinn var í Hörpu sunnudaginn 4. mars.

Finninn Thomas Snellman sagði frá Reko-hringjunum í Finnlandi sem ganga út á að miðla vörum frá bændum beint til neytenda. Þá hélt Brynja Laxdal, verkefnisstjóri Matarauðsins, erindi um reynslu af matarmarkaði á Facebook hér á landi og Arnar Gísli Hinriksson, sérfræðingur í árangursmarkaðssetningu, sagði frá ýmsum hagnýtum aðferðum við markaðssetningu á Netinu.

Erindi
The REKO story, an easy way to reach consumers directly - Thomas Snellman, bóndi - UPPTAKA

Reynsla af matarmarkaði á Facebook – Brynja Laxdal, verkefnastj. Matarauðs Íslands - UPPTAKA

Gerðu þér mat úr Facebook – Arnar Gísli Hinriksson markaðsfræðingur - UPPTAKA

Eftir erindin var haldin vinnustofa þar sem þátttakendur veltu þeirri spurningu fyrir sér hvað skiptir mestu máli svo milliliðalaus viðskipti með matvörur geti átt sér stað. Meðfylgjandi eru myndir úr hópvinnunni þar sem fólk úr ýmsum áttum tók þátt; bændur, smáframleiðendur, verslunarfólk, hönnuðir, kokkar, ráðgjafar o.fl.

13 myndir:

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...

Fundir og þing á næsta leiti
Fréttir 6. febrúar 2025

Fundir og þing á næsta leiti

Allar búgreinar innan Bænda­samtaka Íslands halda sína deildafundi 27. febrúar á...

Eigendur Íslands útmældir
Fréttir 6. febrúar 2025

Eigendur Íslands útmældir

Tuttugu og fjórir aðilar eiga eignarhluti í fimm eða fleiri jörðum á Íslandi. Fé...

Sátt í ullargreiðslumálinu
Fréttir 6. febrúar 2025

Sátt í ullargreiðslumálinu

Sátt var gerð í máli Bjarna Sigurjónssonar, sauðfjárbónda á Fornustekkum í Horna...

Útburður á hræjum er leyfisskyldur
Fréttir 5. febrúar 2025

Útburður á hræjum er leyfisskyldur

Matvælastofnun birti á dögunum tilkynningu um útburð á hræjum vegna refaveiða.