Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Miklum vandkvæðum háð að fá þýsku- og frönskumælandi leiðsögumenn
Gamalt og gott 22. maí 2014

Miklum vandkvæðum háð að fá þýsku- og frönskumælandi leiðsögumenn

Höfundur: Sigurdór Sigurdórsson

Í Bændablaðinu árið 2008 er rætt við Arinbjörn Jóhannsson, bónda í Brekkulæk í Miðfirði, sem rekur þar ferðaþjónustu. 

Hann býður upp á bæði hestaferðir og gönguferðir. Hann segist vera í stökustu vandræðum með að fá þýskumælandi leiðsögumenn og segir aðra ferðaþjónustubændur einnig vera í vandræðum með að fá þýsku- og  frönskumælandi leiðsögumenn. Arinbjörn segir, að eftirspurnin sé mest eftir fólki sem tali þessi tvö tungumál og þekki Ísland vel. Þótt einhverjir gestanna kunni hrafl í ensku gangi ekki að vera bara með enskumælandi leiðsögumenn og sjálfur hafi hann alltaf gefið sig út fyrir að bjóða þýskumælandi leiðsögumenn.

Enskan ein

Arinbjörn segist hafa sett sig í samband við leiðsögumannaskólann, þar sem m.a. er kennd svokölluð gönguleiðsögn, en þar sé enga þýskumælandi manneskju að fá. Fólk kemst í gegnum skólann þótt það kunni bara ensku, auk íslenskunnar, og það er nóg af enskumælandi leiðsögumönnum. Hjá þessum hópum eru þýska og franska aðal tungumálin.


„Þeir sem fara héðan frá mér í lengri gönguferðirnar eru einkum Þjóðverjar, Hollendingar, Frakkar, Svisslendingar og Austurríkismenn,“ segir Arinbjörn.

Hann segir ekki til neins að leita til Þýskalands eftir leiðsögumönnum, því enda þótt þeir tali málið reiprennandi viti þeir ekkert um Ísland og rati ekki einu sinni leiðina, sem farin er. Arinbjörn segist frekar munu aflýsa ferðunum en vera með erlenda leiðsögumenn, sem ekki þekki landið.

Margir kvarta

Hann segir hafa sloppið nokkuð vel undanfarin ár, en svo hafi kvarnast úr hópnum þannig að hann hafi ekki lent í erfiðleikum með að fá leiðsögumenn fyrr en nú. Hann segist aftur á móti hafa heyrt ferðabændur kvarta yfir skorti á leiðsögumönnum undanfarin ár. Arinbjörn segist enn ekki hafa auglýst eftir leiðsögumönnum, en hafa talað við alla þá, sem hugsanlega gætu útvegað  útivistarfólk til leiðsögumannastarfa.

„Ef ekki rætist úr þessu hjá mér sé ég fram á að þurfa að aflýsa einhverjum ferðum í sumar,“ segir Arinbjörn Jóhannsson.
 

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...