Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Miklum vandkvæðum háð að fá þýsku- og frönskumælandi leiðsögumenn
Gamalt og gott 22. maí 2014

Miklum vandkvæðum háð að fá þýsku- og frönskumælandi leiðsögumenn

Höfundur: Sigurdór Sigurdórsson

Í Bændablaðinu árið 2008 er rætt við Arinbjörn Jóhannsson, bónda í Brekkulæk í Miðfirði, sem rekur þar ferðaþjónustu. 

Hann býður upp á bæði hestaferðir og gönguferðir. Hann segist vera í stökustu vandræðum með að fá þýskumælandi leiðsögumenn og segir aðra ferðaþjónustubændur einnig vera í vandræðum með að fá þýsku- og  frönskumælandi leiðsögumenn. Arinbjörn segir, að eftirspurnin sé mest eftir fólki sem tali þessi tvö tungumál og þekki Ísland vel. Þótt einhverjir gestanna kunni hrafl í ensku gangi ekki að vera bara með enskumælandi leiðsögumenn og sjálfur hafi hann alltaf gefið sig út fyrir að bjóða þýskumælandi leiðsögumenn.

Enskan ein

Arinbjörn segist hafa sett sig í samband við leiðsögumannaskólann, þar sem m.a. er kennd svokölluð gönguleiðsögn, en þar sé enga þýskumælandi manneskju að fá. Fólk kemst í gegnum skólann þótt það kunni bara ensku, auk íslenskunnar, og það er nóg af enskumælandi leiðsögumönnum. Hjá þessum hópum eru þýska og franska aðal tungumálin.


„Þeir sem fara héðan frá mér í lengri gönguferðirnar eru einkum Þjóðverjar, Hollendingar, Frakkar, Svisslendingar og Austurríkismenn,“ segir Arinbjörn.

Hann segir ekki til neins að leita til Þýskalands eftir leiðsögumönnum, því enda þótt þeir tali málið reiprennandi viti þeir ekkert um Ísland og rati ekki einu sinni leiðina, sem farin er. Arinbjörn segist frekar munu aflýsa ferðunum en vera með erlenda leiðsögumenn, sem ekki þekki landið.

Margir kvarta

Hann segir hafa sloppið nokkuð vel undanfarin ár, en svo hafi kvarnast úr hópnum þannig að hann hafi ekki lent í erfiðleikum með að fá leiðsögumenn fyrr en nú. Hann segist aftur á móti hafa heyrt ferðabændur kvarta yfir skorti á leiðsögumönnum undanfarin ár. Arinbjörn segist enn ekki hafa auglýst eftir leiðsögumönnum, en hafa talað við alla þá, sem hugsanlega gætu útvegað  útivistarfólk til leiðsögumannastarfa.

„Ef ekki rætist úr þessu hjá mér sé ég fram á að þurfa að aflýsa einhverjum ferðum í sumar,“ segir Arinbjörn Jóhannsson.
 

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...