Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Miklum vandkvæðum háð að fá þýsku- og frönskumælandi leiðsögumenn
Gamalt og gott 22. maí 2014

Miklum vandkvæðum háð að fá þýsku- og frönskumælandi leiðsögumenn

Höfundur: Sigurdór Sigurdórsson

Í Bændablaðinu árið 2008 er rætt við Arinbjörn Jóhannsson, bónda í Brekkulæk í Miðfirði, sem rekur þar ferðaþjónustu. 

Hann býður upp á bæði hestaferðir og gönguferðir. Hann segist vera í stökustu vandræðum með að fá þýskumælandi leiðsögumenn og segir aðra ferðaþjónustubændur einnig vera í vandræðum með að fá þýsku- og  frönskumælandi leiðsögumenn. Arinbjörn segir, að eftirspurnin sé mest eftir fólki sem tali þessi tvö tungumál og þekki Ísland vel. Þótt einhverjir gestanna kunni hrafl í ensku gangi ekki að vera bara með enskumælandi leiðsögumenn og sjálfur hafi hann alltaf gefið sig út fyrir að bjóða þýskumælandi leiðsögumenn.

Enskan ein

Arinbjörn segist hafa sett sig í samband við leiðsögumannaskólann, þar sem m.a. er kennd svokölluð gönguleiðsögn, en þar sé enga þýskumælandi manneskju að fá. Fólk kemst í gegnum skólann þótt það kunni bara ensku, auk íslenskunnar, og það er nóg af enskumælandi leiðsögumönnum. Hjá þessum hópum eru þýska og franska aðal tungumálin.


„Þeir sem fara héðan frá mér í lengri gönguferðirnar eru einkum Þjóðverjar, Hollendingar, Frakkar, Svisslendingar og Austurríkismenn,“ segir Arinbjörn.

Hann segir ekki til neins að leita til Þýskalands eftir leiðsögumönnum, því enda þótt þeir tali málið reiprennandi viti þeir ekkert um Ísland og rati ekki einu sinni leiðina, sem farin er. Arinbjörn segist frekar munu aflýsa ferðunum en vera með erlenda leiðsögumenn, sem ekki þekki landið.

Margir kvarta

Hann segir hafa sloppið nokkuð vel undanfarin ár, en svo hafi kvarnast úr hópnum þannig að hann hafi ekki lent í erfiðleikum með að fá leiðsögumenn fyrr en nú. Hann segist aftur á móti hafa heyrt ferðabændur kvarta yfir skorti á leiðsögumönnum undanfarin ár. Arinbjörn segist enn ekki hafa auglýst eftir leiðsögumönnum, en hafa talað við alla þá, sem hugsanlega gætu útvegað  útivistarfólk til leiðsögumannastarfa.

„Ef ekki rætist úr þessu hjá mér sé ég fram á að þurfa að aflýsa einhverjum ferðum í sumar,“ segir Arinbjörn Jóhannsson.
 

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...