Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hópur stjórnarmanna í sveitarstjórn tóku fyrstu skóflustungur af nýja hverfinu, f.v. Bjarney Vignisdóttir, Herbert Hauksson, Daði Geir Samúelsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir og Jón Bjarnason.
Hópur stjórnarmanna í sveitarstjórn tóku fyrstu skóflustungur af nýja hverfinu, f.v. Bjarney Vignisdóttir, Herbert Hauksson, Daði Geir Samúelsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir og Jón Bjarnason.
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. mars 2023

Miklu færri fengu lóðir en vildu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps úthlutaði nýlega lóðum fyrir alls 25 íbúðir við Fannborgartanga, fyrsta áfanga hverfis sem kallast „Byggð á Bríkum“. Alls bárust 150 umsóknir um þær lóðir sem auglýstar voru.

Um er að ræða átta íbúðir í fjórum parhúsum, átta íbúðir í tveimur fjögurra íbúða raðhúsum, sex íbúðir í tveimur þriggja íbúða raðhúsum og þrjár lóðir fyrir einbýlishús.

„Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga sem er á Flúðum og í raun á Uppsveitum Árnessýslu í heild sinni. Ég efast ekki um að margir eru farnir að líta lengra út fyrir þau svæði sem helst hafa notið mikillar uppbyggingar að undanförnu og uppgötva um leið hversu mikil lífsgæði felast í landsbyggðunum. Uppsveitir Árnessýslu eru þar að koma sterkar inn og hér á Flúðum finnum við það mjög greinilega. Fólk sækir hér í góða þjónustu, gott mannlíf og ekki síst veðurfarið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Innt eftir nafngift hverfisins, Byggð á Bríkum, segir Aldís: „Ástæðan er sú að það stendur á brík sem hallar niður að Litlu- Laxá. Það er staðsett mitt á milli golfvallarins og tjaldsvæðisins og sameinar þannig gæði þéttbýlisins en einnig nálægðina við náttúruna og hins góða golfvallar. Þá er líka gaman að geta þess að nöfnin á götunum í hverfinu vísa til örnefna í Kerlingarfjöllum, sem eru mörgum Hrunamönnum mjög kær, en sem dæmi má nefna að fyrsta gatan heitir Fannborgartangi. Framkvæmdir eru hafnar við göturnar og framkvæmdir lóðarhafa eiga að geta hafist um mitt sumar. Svo fer það auðvitað eftir framkvæmdahraða húsbyggjenda hvenær fyrstu íbúar flytja inn,“ segir Aldís.

Skylt efni: Flúðir

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...