Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hópur stjórnarmanna í sveitarstjórn tóku fyrstu skóflustungur af nýja hverfinu, f.v. Bjarney Vignisdóttir, Herbert Hauksson, Daði Geir Samúelsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir og Jón Bjarnason.
Hópur stjórnarmanna í sveitarstjórn tóku fyrstu skóflustungur af nýja hverfinu, f.v. Bjarney Vignisdóttir, Herbert Hauksson, Daði Geir Samúelsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir og Jón Bjarnason.
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. mars 2023

Miklu færri fengu lóðir en vildu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps úthlutaði nýlega lóðum fyrir alls 25 íbúðir við Fannborgartanga, fyrsta áfanga hverfis sem kallast „Byggð á Bríkum“. Alls bárust 150 umsóknir um þær lóðir sem auglýstar voru.

Um er að ræða átta íbúðir í fjórum parhúsum, átta íbúðir í tveimur fjögurra íbúða raðhúsum, sex íbúðir í tveimur þriggja íbúða raðhúsum og þrjár lóðir fyrir einbýlishús.

„Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga sem er á Flúðum og í raun á Uppsveitum Árnessýslu í heild sinni. Ég efast ekki um að margir eru farnir að líta lengra út fyrir þau svæði sem helst hafa notið mikillar uppbyggingar að undanförnu og uppgötva um leið hversu mikil lífsgæði felast í landsbyggðunum. Uppsveitir Árnessýslu eru þar að koma sterkar inn og hér á Flúðum finnum við það mjög greinilega. Fólk sækir hér í góða þjónustu, gott mannlíf og ekki síst veðurfarið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Innt eftir nafngift hverfisins, Byggð á Bríkum, segir Aldís: „Ástæðan er sú að það stendur á brík sem hallar niður að Litlu- Laxá. Það er staðsett mitt á milli golfvallarins og tjaldsvæðisins og sameinar þannig gæði þéttbýlisins en einnig nálægðina við náttúruna og hins góða golfvallar. Þá er líka gaman að geta þess að nöfnin á götunum í hverfinu vísa til örnefna í Kerlingarfjöllum, sem eru mörgum Hrunamönnum mjög kær, en sem dæmi má nefna að fyrsta gatan heitir Fannborgartangi. Framkvæmdir eru hafnar við göturnar og framkvæmdir lóðarhafa eiga að geta hafist um mitt sumar. Svo fer það auðvitað eftir framkvæmdahraða húsbyggjenda hvenær fyrstu íbúar flytja inn,“ segir Aldís.

Skylt efni: Flúðir

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...