Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Hópur stjórnarmanna í sveitarstjórn tóku fyrstu skóflustungur af nýja hverfinu, f.v. Bjarney Vignisdóttir, Herbert Hauksson, Daði Geir Samúelsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir og Jón Bjarnason.
Hópur stjórnarmanna í sveitarstjórn tóku fyrstu skóflustungur af nýja hverfinu, f.v. Bjarney Vignisdóttir, Herbert Hauksson, Daði Geir Samúelsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir og Jón Bjarnason.
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. mars 2023

Miklu færri fengu lóðir en vildu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps úthlutaði nýlega lóðum fyrir alls 25 íbúðir við Fannborgartanga, fyrsta áfanga hverfis sem kallast „Byggð á Bríkum“. Alls bárust 150 umsóknir um þær lóðir sem auglýstar voru.

Um er að ræða átta íbúðir í fjórum parhúsum, átta íbúðir í tveimur fjögurra íbúða raðhúsum, sex íbúðir í tveimur þriggja íbúða raðhúsum og þrjár lóðir fyrir einbýlishús.

„Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga sem er á Flúðum og í raun á Uppsveitum Árnessýslu í heild sinni. Ég efast ekki um að margir eru farnir að líta lengra út fyrir þau svæði sem helst hafa notið mikillar uppbyggingar að undanförnu og uppgötva um leið hversu mikil lífsgæði felast í landsbyggðunum. Uppsveitir Árnessýslu eru þar að koma sterkar inn og hér á Flúðum finnum við það mjög greinilega. Fólk sækir hér í góða þjónustu, gott mannlíf og ekki síst veðurfarið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Innt eftir nafngift hverfisins, Byggð á Bríkum, segir Aldís: „Ástæðan er sú að það stendur á brík sem hallar niður að Litlu- Laxá. Það er staðsett mitt á milli golfvallarins og tjaldsvæðisins og sameinar þannig gæði þéttbýlisins en einnig nálægðina við náttúruna og hins góða golfvallar. Þá er líka gaman að geta þess að nöfnin á götunum í hverfinu vísa til örnefna í Kerlingarfjöllum, sem eru mörgum Hrunamönnum mjög kær, en sem dæmi má nefna að fyrsta gatan heitir Fannborgartangi. Framkvæmdir eru hafnar við göturnar og framkvæmdir lóðarhafa eiga að geta hafist um mitt sumar. Svo fer það auðvitað eftir framkvæmdahraða húsbyggjenda hvenær fyrstu íbúar flytja inn,“ segir Aldís.

Skylt efni: Flúðir

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...