Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Miklar áskoranir
Skoðun 1. febrúar 2016

Miklar áskoranir

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Íslenskir bændur standa nú frammi fyrir þeirri áskorun að gera umtalsverðar breytingar á landbúnaðarkerfinu. Skoðanir eru skiptar um hugmyndir landbúnaðarráðherra og öruggt má telja að engin ein skoðun gefi hið fullkomna svar. 

Landbúnaðarkerfið í heild sinni hefur sætt mikilli gagnrýni, sumri málefnalegri, en allt of mikið er þó um margvíslegar fullyrðingar sem byggja á vanþekkingu. Vissulega er kerfið mannanna verk og langt frá því að vera fullkomin eða heilög smíð. Ef það er hægt að breyta því til einföldunar og hagsbóta fyrir alla, þá á að sjálfsögðu að gera það. Spurningin snýst þá bara um að ná samkomulagi um hvernig það verður gert. Þar sem íslenskir bændur eru upp til hópa skynsamt og hagsýnt fólk, þá þurfa menn ekki að efast um að góð lending náist í þeim málum. 

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) eru nú með mikla áskorun á bændur heimsins. Kallað er eftir nýrri hugsun og uppstokkun í landbúnaði og viðskiptum með landbúnaðarvörur. Er það í takt við skýrslu sem var samin fyrir ráðstefnu SÞ 2013 um viðskipti og þróun landbúnaðar „UNCTAD“. Á forsíðu þeirrar skýrslu stendur „Vaknið áður en það verður of seint“ og í undirfyrirsögn: „Gerið landbúnað strax raunverulega sjálfbæran í þágu fæðuöryggis vegna loftslagsbreytinga“. 

Með áskorun sinni núna vilja Sameinuðu þjóðirnar hvetja þjóðir heims til að leggja áherslu á sjálfbærni í landbúnaði og að styrkja smábændur við að tryggja staðbundna landbúnaðarframleiðslu í þágu fæðuöryggis. Einnig er hvatt til þess að bændur dragi úr dreifingu tilbúins áburðar og eiturefna til að koma í veg fyrir eyðileggingu á dýrmætum jarðvegi. 

Þessi áskorun SÞ er ekki búin til sem eitthvert skemmtiefni. Staðan er hrikaleg víða um heim og hluti af þeirri bylgju flóttamanna sem nú flæðir yfir Evrópu er einmitt vegna bresta í matvælaframleiðslu í heimalöndum flóttafólksins. Í þróaðri löndum hefur stórframleiðsla með allri sinni efnanotkun líka skaðað jarðveg og grunnvatn svo til vandræða horfir.

Málið er grafalvarlegt og því ættu Íslendingar miklu fremur að leggjast í málefnalega hugmyndavinnu og koma með tillögur um hvernig best megi standa að sjálfbærum landbúnaði, fremur en að sparka í bændur hvenær sem tækifæri gefst.

Að sjálfsögu eiga Íslendingar að verða við áskorun Sameinuðu þjóðanna, jafnvel þótt staðan hér sé með allt öðrum hætti en víða um heim. 

Íslendingar njóta í þessum efnum mikillar sérstöðu vegna framsýnnar ákvörðunar bænda fyrir mörgum árum um að fara eins vel með jarðveginn og mögulegt er. Hér er ekki verið að úða eiturefnum í stórum stíl eins og víða þekkist. Hér er lyfjanotkun við framleiðslu á landbúnaðarvörum líka með því allra minnsta sem þekkist í heiminum. Íslenskir bændur eru því ekki orsakavaldar þegar kemur að ört vaxandi sýklalyfjaónæmi. Fyrirbæri sem nú er að verða að stærsta heilsufarsvandamáli heimsins. Fyrir þetta mega Íslendingar sannarlega verið bændum sínum þakklátir. 

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...