Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lesa á af rafmagnsmælum fyrirtækja um hver mánaðamót á meðan allt er meira og minna í lamasessi vegna kórónuveirunnar.
Lesa á af rafmagnsmælum fyrirtækja um hver mánaðamót á meðan allt er meira og minna í lamasessi vegna kórónuveirunnar.
Mynd / Orka heimilanna
Fréttir 6. apríl 2020

Mikilvægt að lesa af rafmagnsmælum vegna ástandsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Orka heimilanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem rekstraraðilar minni fyrirtækja sem greiða rafmagn eftir áætlun og hafa hætt eða dregið verulega úr starfsemi, til að lesa af rafmagnsmælum og skila inn álestri einu sinni í mánuði á meðan COVID- 19 ástandið varir.

„Það eru fordæmalausar tímar og margir atvinnurekendur horfa fram á rekstrarerfiðleika vegna versnandi efnahagsaðstæðna. Margir hafa dregið verulega úr starfsemi eða jafnvel lokað alveg. Flest minni fyrirtæki greiða rafmagn eftir áætlun.

Bjarni Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Orku heimilanna.

Við viljum hvetja eigendur fyrirtækja sem eru í þessari stöðu til þess að lesa af rafmagnsmælum núna og svo um hver mánaðamót á meðan ástandið varir. Þannig kemur rafmagnsreikningur til með að lækka í hlutfalli við minni starfsemi. Álestrum er skilað inn til dreifiveitna á vefsíðum þeirra. Ef það er ekki gert fá fyrirtæki áfram reikninga eftir áætlun sem miðar við fulla starfsemi,“ segir Bjarni Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Orku heimilanna, um leið og hann bætir því við að starfsmenn fyrirtækisins séu ávallt tilbúnir að svara spurningum sem upp geta komið. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...