Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ágúst Torfi Hauksson er nýr formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Ágúst Torfi Hauksson er nýr formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 23. febrúar 2018

Mikilvægt að fjárfesta í hagræðingu

Höfundur: smh
Þann 1. febrúar síðastliðinn tók Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska,  við sem stjórnarformaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
 
Hann tekur við af Ágústi Andréssyni, forstöðumanni Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga (KKS). Stjórnin verður áfram óbreytt og er þannig skipuð: Steinþór Skúlason, varaformaður frá Sláturfélagi Suðurlands, Ágúst Andrésson frá KKS/SKVH/Hella, Ólafur Rúnar Ólafsson frá SAH afurðum á Blönduósi og Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís. 
 
Samhljómur sláturleyfishafa
 
Ágúst Torfi segir að það sé of snemmt að segja til um áherslubreytingar því hann hafi tekið við embættinu með skömmum fyrirvara. „Það hefur hins vegar verið þokkalegur samhljómur meðal sláturleyfishafa um þau mál sem fjallað er um á vettvangi samtakanna, svo þörf á verulegum áherslubreytingum er ekki mikil. 
 
Á nýafstöðnum aðalfundi Landssamtaka sláturleyfishafa var samþykkt ályktun þess efnis að fundurinn lýsti fullum stuðningi við stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda í tengslum við viðræður samtakanna við hið opinbera varðandi það að koma á tímabundinni útflutningsskyldu sem lið í lausn á vanda sauðfjárgreinarinnar,“ segir Ágúst spurður um hvort hann styðji hugmyndir forvera hans um að útflutningsskyldu verði aftur komið á. „Ég hygg að allir aðilar samtaka sláturleyfishafa standi að baki þeirri ályktun.“
 
Mikilvægt að fjárfesta í hagræðingu
 
Ágúst Torfi var einnig spurður um hvort afurðastöðvarnar þyrftu að fara í endurnýjun og uppfærslu á sínum húsa- og tækjakosti – og hvort endurskoða þurfi samkeppnisumhverfi greinarinnar, eins og forveri hans hefur talað fyrir. 
 
„Ég er sammála fyrrverandi formanni um að mikilvægt sé að afurðastöðvar starfi við þær aðstæður að þær hafi tök á því að fjárfesta í hagræðingu. Því hefur ekki verið að heilsa undanfarin ár og stendur það greininni að mörgu leyti fyrir þrifum, út úr þeirri stöðu verðum við að komast,“ segir Ágúst Torfi. 
 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...