Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ágúst Torfi Hauksson er nýr formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Ágúst Torfi Hauksson er nýr formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 23. febrúar 2018

Mikilvægt að fjárfesta í hagræðingu

Höfundur: smh
Þann 1. febrúar síðastliðinn tók Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska,  við sem stjórnarformaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
 
Hann tekur við af Ágústi Andréssyni, forstöðumanni Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga (KKS). Stjórnin verður áfram óbreytt og er þannig skipuð: Steinþór Skúlason, varaformaður frá Sláturfélagi Suðurlands, Ágúst Andrésson frá KKS/SKVH/Hella, Ólafur Rúnar Ólafsson frá SAH afurðum á Blönduósi og Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís. 
 
Samhljómur sláturleyfishafa
 
Ágúst Torfi segir að það sé of snemmt að segja til um áherslubreytingar því hann hafi tekið við embættinu með skömmum fyrirvara. „Það hefur hins vegar verið þokkalegur samhljómur meðal sláturleyfishafa um þau mál sem fjallað er um á vettvangi samtakanna, svo þörf á verulegum áherslubreytingum er ekki mikil. 
 
Á nýafstöðnum aðalfundi Landssamtaka sláturleyfishafa var samþykkt ályktun þess efnis að fundurinn lýsti fullum stuðningi við stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda í tengslum við viðræður samtakanna við hið opinbera varðandi það að koma á tímabundinni útflutningsskyldu sem lið í lausn á vanda sauðfjárgreinarinnar,“ segir Ágúst spurður um hvort hann styðji hugmyndir forvera hans um að útflutningsskyldu verði aftur komið á. „Ég hygg að allir aðilar samtaka sláturleyfishafa standi að baki þeirri ályktun.“
 
Mikilvægt að fjárfesta í hagræðingu
 
Ágúst Torfi var einnig spurður um hvort afurðastöðvarnar þyrftu að fara í endurnýjun og uppfærslu á sínum húsa- og tækjakosti – og hvort endurskoða þurfi samkeppnisumhverfi greinarinnar, eins og forveri hans hefur talað fyrir. 
 
„Ég er sammála fyrrverandi formanni um að mikilvægt sé að afurðastöðvar starfi við þær aðstæður að þær hafi tök á því að fjárfesta í hagræðingu. Því hefur ekki verið að heilsa undanfarin ár og stendur það greininni að mörgu leyti fyrir þrifum, út úr þeirri stöðu verðum við að komast,“ segir Ágúst Torfi. 
 
Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f