Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikilvægi koppafeitissprautunar er vanmetið
Fréttir 22. júlí 2014

Mikilvægi koppafeitissprautunar er vanmetið

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Í síðasta Bændablaði var skyldu­lesning um bruna í heybindivélum sem rituð var af forvarnardeild VÍS. Það sem vantaði í þá grein var mikilvægi koppafeitissprautunar, en ef tæki eru í notkun svo sólarhringum skiptir þarf að smyrja í koppa (sem dæmi er það algeng vinnuregla að á beltagröfu er smurt í alla koppa í byrjun hvers dags og á jarðýtum hafa margir það fyrir reglu að smyrja í alla koppa eftir einn dísilolíutank).

Flest tæki sem notuð eru við heyskap þurfa nauðsynlega viðhaldi sem felst aðallega í að smyrja í koppa og ef koppurinn er stíflaður þarf að skipta honum út (yfirleitt auðvelt og lítil vinna að skipta um smurkoppa, en borgar sig fljótt).

Verum sjáanleg á almennum umferðargötum

Nú eru margir á fullu í heyskap og víða má sjá heyrúllur á nýslegnum túnum sem bíða flutnings á þann stað þar sem þær eru geymdar fram á vetur. Mjög misjafnt er milli býla hversu langa vegalengd þarf að flytja rúllurnar, en fyrir þá sem þurfa að fara mikið eftir þjóðvegum er vert að huga að því að vera vel sjáanlegur á veginum í tíma. Að hafa afturljósabúnað í lagi á vagninum og endilega nota gula blikkvinnuljósið ofan á dráttarvélinni ef það er til staðar. Og ef menn eiga ekki gulblikkandi vinnuljós á dráttarvélina sína er hægt að fá það keypt fyrir lítinn pening.

Notum öryggisljósabúnað í almennri umferð

Fyrir skemmstu var ég á ferð í miklu ferðamannahéraði þar sem umferð er mikil og kom að dráttarvél sem var með rúlluvagn í eftirdragi greinilega á leið að sækja rúllur. Löngu áður en ég kom að honum var ég búin að sjá að þarna færi hægfara tæki þar sem uppi á húsinu var gult blikkandi vinnuljós, stuttu seinna sama dag stoppaði ég við þjónustumiðstöð og sá þar dráttarvél með 17 rúllur á vagni og eina í ámoksturstækjum. Vélinni var vel lagt og væntanlega var ökumaðurinn í kaffipásu, en þegar ég labbaði meðfram vélinni tók ég strax eftir að ljósin fyrir afturljósin voru ótengd. Þegar ökumaðurinn fór af stað kveikti hann ekki heldur á gula vinnuljósinu vegfarendum til merkis um að þarna færi hægfara ökutæki. Fyrir vegfarendur sem á eftir þessum traktor gátu ekki séð hugsanlegar stefnubreytingar vélarinnar á ótengdum aftur­ljósunum. Hjálpumst að og gerum betur, SJÁUMST.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...