Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Ölnir frá Akranesi er hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu.
Ölnir frá Akranesi er hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu.
Fréttir 13. október 2021

Mikill útflutningur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Það horfir í metútflutningsár á hrossum. Það sem af er ári hafa 2.216 hross yfirgefið landið, 232 stóðhestar, 991 hryssa og 993 geldingar. Árið 2020 voru 2.324 hross flutt út og taldist það besta útflutningsár síðan árið 1997. Af þeim 2.216 hrossum sem hafa farið utan í ár eru 98 þeirra fyrstu verðlauna hross.


Hæst dæmdur er stóðhesturinn Ölnir frá Akranesi sem hlaut 8,82 í aðaleinkunn á Landsmóti hestamanna 2016 þegar hann var hæst dæmda kynbótahross mótsins. Í fyrra hlaut hann fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og skilur því eftir sig töluverðan fjölda af gæðahrossum. Ölnir fór til Noregs í mars.


Af öðrum háttdæmdum útfluttum stóðhestum á þessu ári má nefna Eldjárn frá Skipaskaga (8,72), Nátthrafn frá Varmalæk (8,72), Arthúr frá Baldurshaga (8,69), Fenri frá Feti (8,57) og Landsmótssigurvegarana Óm frá Kvistum (8,61) og Fróða frá Staðartungu (8,59). Hæst dæmdu hryssurnar á lista útfluttra hrossa eru Ör og Fluga, báðar frá Mið-Fossum.


Útfluttu hrossin hafa farið til 19 landa. Eins og fyrri ár fara langflest til Þýskalands, þangað hafa farið 937 hross hingað til, 361 til Danmerkur, 332 til Svíþjóðar, 110 til Austurríkis og 101 til Sviss. Eitt fór til Kanada, 74 til Bandaríkjanna, tvö til Ungverjalands, tvö til Ítalíu, fjögur til Rúmeníu og sautján til Færeyja svo dæmi sé tekið.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...