Ölnir frá Akranesi er hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu.
Ölnir frá Akranesi er hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu.
Fréttir 13. október 2021

Mikill útflutningur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Það horfir í metútflutningsár á hrossum. Það sem af er ári hafa 2.216 hross yfirgefið landið, 232 stóðhestar, 991 hryssa og 993 geldingar. Árið 2020 voru 2.324 hross flutt út og taldist það besta útflutningsár síðan árið 1997. Af þeim 2.216 hrossum sem hafa farið utan í ár eru 98 þeirra fyrstu verðlauna hross.


Hæst dæmdur er stóðhesturinn Ölnir frá Akranesi sem hlaut 8,82 í aðaleinkunn á Landsmóti hestamanna 2016 þegar hann var hæst dæmda kynbótahross mótsins. Í fyrra hlaut hann fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og skilur því eftir sig töluverðan fjölda af gæðahrossum. Ölnir fór til Noregs í mars.


Af öðrum háttdæmdum útfluttum stóðhestum á þessu ári má nefna Eldjárn frá Skipaskaga (8,72), Nátthrafn frá Varmalæk (8,72), Arthúr frá Baldurshaga (8,69), Fenri frá Feti (8,57) og Landsmótssigurvegarana Óm frá Kvistum (8,61) og Fróða frá Staðartungu (8,59). Hæst dæmdu hryssurnar á lista útfluttra hrossa eru Ör og Fluga, báðar frá Mið-Fossum.


Útfluttu hrossin hafa farið til 19 landa. Eins og fyrri ár fara langflest til Þýskalands, þangað hafa farið 937 hross hingað til, 361 til Danmerkur, 332 til Svíþjóðar, 110 til Austurríkis og 101 til Sviss. Eitt fór til Kanada, 74 til Bandaríkjanna, tvö til Ungverjalands, tvö til Ítalíu, fjögur til Rúmeníu og sautján til Færeyja svo dæmi sé tekið.

Bandaríkin og Kína stefna hátt í innleiðingu vetnislausna í samgöngum og iðnaði
Fréttir 15. október 2021

Bandaríkin og Kína stefna hátt í innleiðingu vetnislausna í samgöngum og iðnaði

Notkun á vetni í heiminum nam um 115 milljónum tonna á árinu 2020 og fór það að ...

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti
Fréttir 15. október 2021

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti

Matvælastofnun hefur frá árinu 2018 birt niðurstöður úr skimunum kjöts á markaði...

Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu
Fréttir 14. október 2021

Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu

Nokkur ríki innan ESB samþykktu vetnisstefnu árið 2020. Það voru Þýskaland, Frak...

Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá
Fréttir 14. október 2021

Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá

Bergþóra Þorkels­dóttir, for­stjóri Vega­gerðarinnar, og Karl Andreassen, fram­k...

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun
Fréttir 14. október 2021

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun

Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi frá því að...

Flestallar línur að komast í jörð
Fréttir 14. október 2021

Flestallar línur að komast í jörð

Óvenju mikil umsvif hafa verið við lagningu háspennustrengja í dreifbýli á vegum...

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel
Fréttir 14. október 2021

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað meðal íslenskra fyrirtækja varðandi ...

Leitað að bestu matarfrumkvöðlum landsins til þátttöku í hraðlinum Til sjávar og sveita
Fréttir 13. október 2021

Leitað að bestu matarfrumkvöðlum landsins til þátttöku í hraðlinum Til sjávar og sveita

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita verður gangsettur í þriðja sinn nú í nó...