Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ölnir frá Akranesi er hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu.
Ölnir frá Akranesi er hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu.
Fréttir 13. október 2021

Mikill útflutningur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Það horfir í metútflutningsár á hrossum. Það sem af er ári hafa 2.216 hross yfirgefið landið, 232 stóðhestar, 991 hryssa og 993 geldingar. Árið 2020 voru 2.324 hross flutt út og taldist það besta útflutningsár síðan árið 1997. Af þeim 2.216 hrossum sem hafa farið utan í ár eru 98 þeirra fyrstu verðlauna hross.


Hæst dæmdur er stóðhesturinn Ölnir frá Akranesi sem hlaut 8,82 í aðaleinkunn á Landsmóti hestamanna 2016 þegar hann var hæst dæmda kynbótahross mótsins. Í fyrra hlaut hann fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og skilur því eftir sig töluverðan fjölda af gæðahrossum. Ölnir fór til Noregs í mars.


Af öðrum háttdæmdum útfluttum stóðhestum á þessu ári má nefna Eldjárn frá Skipaskaga (8,72), Nátthrafn frá Varmalæk (8,72), Arthúr frá Baldurshaga (8,69), Fenri frá Feti (8,57) og Landsmótssigurvegarana Óm frá Kvistum (8,61) og Fróða frá Staðartungu (8,59). Hæst dæmdu hryssurnar á lista útfluttra hrossa eru Ör og Fluga, báðar frá Mið-Fossum.


Útfluttu hrossin hafa farið til 19 landa. Eins og fyrri ár fara langflest til Þýskalands, þangað hafa farið 937 hross hingað til, 361 til Danmerkur, 332 til Svíþjóðar, 110 til Austurríkis og 101 til Sviss. Eitt fór til Kanada, 74 til Bandaríkjanna, tvö til Ungverjalands, tvö til Ítalíu, fjögur til Rúmeníu og sautján til Færeyja svo dæmi sé tekið.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...