Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mikill ótti við blóðsjúkdóm í dönskum mink
Fréttir 25. febrúar 2016

Mikill ótti við blóðsjúkdóm í dönskum mink

Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, segir að niðurstöður á skinnauppboði hjá Kobenhagen Fur, sem lauk á þriðjudag, séu svipaðar og búist var við. Verð sé enn lágt og muni haldast lágt allt þetta ár. 
 
Íslenskir minkabændur seldu um 40 þúsund skinn á uppboðinu og þar seldist allt sem í boði var, eða á sjöundu milljón skinna. Björn segir að Íslendingar geti verið sáttir við að vera með næstbestu skinnin á heimsvísu og þar rétt á eftir Dönum. Þar hafi íslensku skinnin heldur verið að sækja á þau dönsku frá síðasta uppboði. 
 
„Við erum allavega enn þá að tryggja okkur nokkuð vel gagnvart Norðmönnum og höldum þeim vel fyrir aftan okkur,“ segir Björn.
 
„Verðið á íslensku skinnunum var að meðaltali 213 danskar krónur að þessu sinni á móti um 214 krónum á síðasta uppboði í janúar. Niðurstaðan var allavega mun skárri en hún hefði getað verið.“
Björn segir að staðan á heimsmarkaði með loðskinn sé mjög erfið um þessar mundir. Rússar, sem voru stórkaupendur á loðskinnum um árabil, séu nær alveg horfnir úr kaupendahópnum. Þótt margir framleiðendur hafi dottið úr skaftinu vegna mikillar verðlækkunar á skinnum, þá sé viðbúið að skinnaverð haldist lágt út þetta ár og jafnvel fram á árið 2017. Því sé þetta spurning um velvilja lánveitenda meðan þetta ástand varir. 
 
Blóðsjúkdómur vekur ugg
 
Það er þó annað mál sem vekur ekki síður ugg meðal minkabænda. Í Danmörku berjast minkabændur nú við alvarlegan blóðsjúkdóm í dýrunum sem breiðst hefur um allt landið. Gert er ráð fyrir að samtök danskra minkabænda leggi sem svarar um tveimur milljörðum íslenskra króna í baráttuna við sjúkdóminn á þessu ári. Búið er að lóga öllum dýrum á um 280 búum af þeim 1.500 sem þar eru starfrækt. Ekki sér fyrir endann á þeim vanda. Talið er að smit hafi borist með fóðri en ekkert er þó vitað um upprunann.
Lokað fyrir lífdýrainnflutning
 
Íslenskir minkabændur hafa flutt inn fjölda lífdýra árlega frá Danmörku til að viðhalda sínum stofni, en hafa nú alveg lokað fyrir það.
 
„Það verður ekki farið til Danmerkur eftir mink næstu árin, allavega ekki meðan ég er í forsvari fyrir íslenska minkabændur. Það verður ekki tekinn neinn séns í þessum efnum því sjúkdómsleysið hér á landi eru einhver mestu verðmætin sem fólgin eru í okkar dýrum,“ segir Björn.  
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...