Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Fyrirlesarar á málþinginu Sól*Kol fengu fallegt tré (svartelri) að gjöf sem ræktað
var á gróðrarstöðinni Ölur á Sólheimum. Björn Bjarndal, Hreinn Óskarsson,
Helena Marta Stefánsdóttir, Jón Arnar Tómasson, Björgvin Eggertsson, Ásmundur
Skeggjason, Magnús Salberg Óskarsson, Gunnar Sveinn Magnússon, Eiður
Eyþórsson, Páll Sigurðsson, Guðmundur Sigbergsson, Þröstur Eysteinsson,
Ragnheiður Björk Halldórsdóttir og Hlynur Gauti Sigurðsson.
Fyrirlesarar á málþinginu Sól*Kol fengu fallegt tré (svartelri) að gjöf sem ræktað var á gróðrarstöðinni Ölur á Sólheimum. Björn Bjarndal, Hreinn Óskarsson, Helena Marta Stefánsdóttir, Jón Arnar Tómasson, Björgvin Eggertsson, Ásmundur Skeggjason, Magnús Salberg Óskarsson, Gunnar Sveinn Magnússon, Eiður Eyþórsson, Páll Sigurðsson, Guðmundur Sigbergsson, Þröstur Eysteinsson, Ragnheiður Björk Halldórsdóttir og Hlynur Gauti Sigurðsson.
Mynd / Valgeir Backman
Fréttir 23. maí 2025

Mikil tækifæri sem felast í kolefnismörkuðum í gegnum skógrækt

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Málþing um kolefnismarkaði var haldið á Sólheimum föstudaginn 9. maí. Áhersla var á framtíðarmöguleika slíkra markaða með kolefnisbindingu í skógrækt.

Að sögn Hlyns Geirs Sigurðssonar, sérfræðings hjá Bændasamtökum Íslands, var eitt megininntak málþingsins hvernig styrkja mætti búsetu í landinu með skógrækt til kolefnisbindingar – og vinna um leið gegn loftslagsvandanum. Fjöldi erinda voru flutt af sérfræðingum á mismunandi sviðum málaflokksins og segir Hlynur að málþingið hafi verið vel sótt.

Drjúgur stofnkostnaður

Málþingið hét Sól*Kol og var skipt upp í þrjá efniskafla; fyrst var fjallað um formsatriði kolefnismarkaða og tækifærin, svo var fjallað um aðra ávinninga sem fást með kolefnisbindingu með skógrækt – eins og aukinn líffræðilegan fjölbreytileika, timburframleiðslu og útivistarkosti – og loks var rætt um reynsluna sem væri komin á kolefnismarkaði á Íslandi fram til þessa.

Hlynur segir að mikil sóknarfæri felist í kolefnismörkuðum í gegnum skógrækt. „Í grunninn gengur leikurinn út á hefðbundna skógrækt, það er að landeigandi leggur til land undir skóg. Með tíð og tíma binst mikið kolefni úr andrúmsloftinu í trjánum. Á meðan trén vaxa má nýta skóginn til útivistar og beitar, svo fátt eitt sé nefnt. Loks er viðurinn, þar sem uppistaða kolefnisins er, nýttur til uppbyggingar fyrir land og þjóð. Á meðan trén vaxa binda þau kolefni og má umbreyta þeirri bindingu í kolefniseiningu. Þegar hér er komið sögu virðist þetta leikur einn. En stofnkostnaður skógræktar er drjúgur og má segja að þar sé flöskuhálsinn í uppbyggingunni.“

Strangar kröfur kolefnisskóga

Hlynur útskýrir að það sem aðskilji skógrækt til kolefnisbindingar fyrir kolefnismarkaði frá hefðbundinni skógrækt, hvort sem hún er ríkisstudd eða ekki, séu þær ströngu kröfur sem kolefnisskógar þurfi að undirgangast. „Það þarf að mæla og votta þessa skóga í bak og fyrir áður en hinn frjálsi markaður tekur við þar sem viðskiptin með kolefniseiningarnar eiga sér stað – og viðskiptamódelið um kolefnismarkaði byggir á.“

Hann segir að lítið hafi farið fyrir málaflokknum að undanförnu en leiða megi líkur að því að nú geti hjólin aftur farið að snúast. „Tækifærið er stærra en þorri almennings gerir sér grein fyrir og felst aðallega í jákvæðri þróun til sjálfbærni Íslands og aukinnar búsældar með heilbrigðari auknum landbúnaði. En við þurfum þó að þróa málin í sameiningu, svo þau verði öllum landsmönnum til framdráttar.“

Markaðir virkjaðir með sölu á kolefniseiningum

Að málþinginu stóðu Sólheimar, Bændasamtök Íslands og Kolefnisbrúin, þar sem Hlynur er framkvæmdastjóri, en hún er í eigu Bændasamtaka Íslands og Félaga skógarbænda á landsvísu. Meginmarkmið Kolefnisbrúar er að virkja markað með sölu kolefniseininga, einkum í skógrækt.

Hlynur segir að umræða um kolefnismarkaði kunni að hljóma flókin og bendir á vefinn kolefnisbruin.is, þar sem hægt er að kynna sér málin betur og eins nálgast upptökur af málþinginu.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...