Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mikil hávaðamengun frá starfsemi RARIK í Vík í Mýrdal
Fréttir 8. október 2025

Mikil hávaðamengun frá starfsemi RARIK í Vík í Mýrdal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps var meðal annars tekið fyrir erindi frá skipulags- og umhverfisráði sveitarfélagsins þar sem ráðið lagði til að heimiluð verði uppsetning á hleðslugám í samræmi við hugmynd Rarik norðvestan við aðveitustöðina í Vík.

Sveitarstjórn samþykkti erindið en bókaði síðan eftirfarandi: „Sveitarstjórn krefst þess að RARIK ráðist þegar í úrbætur á mikilli hljóðmengun sem hlýst af keyrslu varaafls í bænum, sem veldur miklu ónæði fyrir íbúa og atvinnustarfsemi.“

En út á hvað gengur málið? Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Þetta er annars vegar hávaði frá dísilvaraaflsstöðvum sem þarf að keyra þegar við missum rafmagnið vegna bilana og hins vegar hefur líka komið upp að frágangur á lofttúðum á húsnæði RARIK var þannig að það ómuðu skellir af því þegar þær opnuðust og lokuðust. Þetta er ekkert viðvarandi ónæði sem sagt, en bagalegt fyrir íbúa í nærumhverfinu þegar þetta gerist,“ segir Einar Freyr.

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...