Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mikil hávaðamengun frá starfsemi RARIK í Vík í Mýrdal
Fréttir 8. október 2025

Mikil hávaðamengun frá starfsemi RARIK í Vík í Mýrdal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps var meðal annars tekið fyrir erindi frá skipulags- og umhverfisráði sveitarfélagsins þar sem ráðið lagði til að heimiluð verði uppsetning á hleðslugám í samræmi við hugmynd Rarik norðvestan við aðveitustöðina í Vík.

Sveitarstjórn samþykkti erindið en bókaði síðan eftirfarandi: „Sveitarstjórn krefst þess að RARIK ráðist þegar í úrbætur á mikilli hljóðmengun sem hlýst af keyrslu varaafls í bænum, sem veldur miklu ónæði fyrir íbúa og atvinnustarfsemi.“

En út á hvað gengur málið? Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Þetta er annars vegar hávaði frá dísilvaraaflsstöðvum sem þarf að keyra þegar við missum rafmagnið vegna bilana og hins vegar hefur líka komið upp að frágangur á lofttúðum á húsnæði RARIK var þannig að það ómuðu skellir af því þegar þær opnuðust og lokuðust. Þetta er ekkert viðvarandi ónæði sem sagt, en bagalegt fyrir íbúa í nærumhverfinu þegar þetta gerist,“ segir Einar Freyr.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...