Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Valgerður Andrésdóttir sameindaerfðafræðingur í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Valgerður Andrésdóttir sameindaerfðafræðingur í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Mynd / smh
Fréttir 8. mars 2019

Mikil hætta á mæði-visnuveirusýkingum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Frumvarpsdrög um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit á fóðri, áburði og sáðvöru hafa vakið upp mikil viðbrögð. Valgerður Andrésdóttir sameindaerfðafræðingur í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum gagnrýnir það t.d. harðlega í umsögn á samráðsgátt.

Þar segir hún m.a.: „Ég tel mjög varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti og ostum úr ógerilsneyddri sauðamjólk frá Evrópulöndum, þar sem mæði-visnuveiran er landlæg í öllum Evrópulöndum, á Ítalíu, Spáni og í Frakklandi eru 50 – 100% hjarða sýktar.

Mæði-visnuveiran barst hingað til lands með innflutningi á fé af Karakúlkyni frá Þýskalandi árið 1933. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að af 20 kindum sem fluttar voru inn hafi tvær verið sýktar af mæði-visnuveiru. Þessi veira er af sömu fjölskyldu og HIV veiran og hegðar sér líkt að því leyti að sjúkdómseinkenni koma ekki fram fyrr en eftir dýrið hefur gengið með veiruna í mörg ár. Þegar þessara sjúkdóma varð vart, hafði veiran því náð að dreifa sér um stórt landsvæði.

Erlend sauðfjárkyn eru aðlöguð að þessari veiru, en íslenska féð er mjög næmt, og voru um 30% afföll á hverju ári á bæjum þar sem þessi veiki kom upp, og á endanum þurfti að slátra um 650.000 fjár og tók næstum 30 ár áður en tókst að útrýma veirunni. Það er því ljóst að aðeins ein sýkt kind getur valdið ómældu tjóni.

Í tilraunasýkingum á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum hefur verið sýnt fram á að aðeins þarf eina veiruögn í barka til þess að sýkja. Veiran er í mjólk, blóði, eitlum og beinmerg. Ef kindur komast í úrgang af hráu kindakjöti eða ógerilsneyddum sauðaosti t.d. frá veitingastað á landsbyggðinni, má fastlega gera ráð fyrir að fyrr eða síðar muni veira berast í kindur. Eins og áður segir þyrfti ekki nema ein kind að sýkjast til þess að valda miklu tjóni. Þess má geta að við höfum fundið erfðaefni mæði-visnuveiru í frönskum sauðaosti sem keyptur var í búð í Reykjavík.

Staða okkar er ekki sambærileg við aðrar þjóðir að því leyti að íslenska sauðfjárkynið er næmara fyrir þessari veiru en nokkur önnur fjárkyn,“ segir Valgerður.
 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...