Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Margir vilja flytja og eiga heima í Flóahreppi en þar er ekkert af lausu húsnæði eins og staðan er í dag en það stendur allt til bóta.
Margir vilja flytja og eiga heima í Flóahreppi en þar er ekkert af lausu húsnæði eins og staðan er í dag en það stendur allt til bóta.
Mynd / MHH
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnunúsnæði í Flóahreppi. Unnið er að deiliskipulagstillögu fyrir ný hverfi.

Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, segir að um þessar mundir viti hún ekki um neitt leiguhúsnæði eða íbúðir til sölu í hreppnum og þær jarðir sem fara á sölu seljist líka fljótt.

„Það er verið að vinna að deiliskipulagstillögu fyrir ný hverfi í hreppnum og í farvatninu eru búgarða- og íbúðabyggðir á fleiri stöðum í sveitarfélaginu og mjög spennandi að sjá hvað verður. Fólk er að sjá mikil tækifæri í nýju brúarstæði yfir Ölfusá og bættum samgöngum í Ölfusinu á milli Hveragerðis og Selfoss.

Með þessum bættu samgöngum er Flóahreppur enn eftirsóknarverðara sveitarfélag til búsetu og fólk horfir til þeirra búsetuskilyrða sem fylgja því að setjast að rétt fyrir utan þéttbýlið þ.e friðsældar, fámennis, náttúru, umferðaröryggis, góðra skóla og fleiri þátta,“ segir Hulda alsæl með mikinn áhuga fólks að flytja í sveitarfélagið.

Skylt efni: byggingarlóðir

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...