Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Margir vilja flytja og eiga heima í Flóahreppi en þar er ekkert af lausu húsnæði eins og staðan er í dag en það stendur allt til bóta.
Margir vilja flytja og eiga heima í Flóahreppi en þar er ekkert af lausu húsnæði eins og staðan er í dag en það stendur allt til bóta.
Mynd / MHH
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnunúsnæði í Flóahreppi. Unnið er að deiliskipulagstillögu fyrir ný hverfi.

Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, segir að um þessar mundir viti hún ekki um neitt leiguhúsnæði eða íbúðir til sölu í hreppnum og þær jarðir sem fara á sölu seljist líka fljótt.

„Það er verið að vinna að deiliskipulagstillögu fyrir ný hverfi í hreppnum og í farvatninu eru búgarða- og íbúðabyggðir á fleiri stöðum í sveitarfélaginu og mjög spennandi að sjá hvað verður. Fólk er að sjá mikil tækifæri í nýju brúarstæði yfir Ölfusá og bættum samgöngum í Ölfusinu á milli Hveragerðis og Selfoss.

Með þessum bættu samgöngum er Flóahreppur enn eftirsóknarverðara sveitarfélag til búsetu og fólk horfir til þeirra búsetuskilyrða sem fylgja því að setjast að rétt fyrir utan þéttbýlið þ.e friðsældar, fámennis, náttúru, umferðaröryggis, góðra skóla og fleiri þátta,“ segir Hulda alsæl með mikinn áhuga fólks að flytja í sveitarfélagið.

Skylt efni: byggingarlóðir

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...