Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Margir vilja flytja og eiga heima í Flóahreppi en þar er ekkert af lausu húsnæði eins og staðan er í dag en það stendur allt til bóta.
Margir vilja flytja og eiga heima í Flóahreppi en þar er ekkert af lausu húsnæði eins og staðan er í dag en það stendur allt til bóta.
Mynd / MHH
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnunúsnæði í Flóahreppi. Unnið er að deiliskipulagstillögu fyrir ný hverfi.

Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, segir að um þessar mundir viti hún ekki um neitt leiguhúsnæði eða íbúðir til sölu í hreppnum og þær jarðir sem fara á sölu seljist líka fljótt.

„Það er verið að vinna að deiliskipulagstillögu fyrir ný hverfi í hreppnum og í farvatninu eru búgarða- og íbúðabyggðir á fleiri stöðum í sveitarfélaginu og mjög spennandi að sjá hvað verður. Fólk er að sjá mikil tækifæri í nýju brúarstæði yfir Ölfusá og bættum samgöngum í Ölfusinu á milli Hveragerðis og Selfoss.

Með þessum bættu samgöngum er Flóahreppur enn eftirsóknarverðara sveitarfélag til búsetu og fólk horfir til þeirra búsetuskilyrða sem fylgja því að setjast að rétt fyrir utan þéttbýlið þ.e friðsældar, fámennis, náttúru, umferðaröryggis, góðra skóla og fleiri þátta,“ segir Hulda alsæl með mikinn áhuga fólks að flytja í sveitarfélagið.

Skylt efni: byggingarlóðir

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...