Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikil aukning á kamfílóbaktersýkingum í Danmörku rakin til kjúklingakjöts
Fréttir 26. febrúar 2020

Mikil aukning á kamfílóbaktersýkingum í Danmörku rakin til kjúklingakjöts

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kampýlóbaktersýkingum fer fjölgandi í Danmörku og hafa aldrei mælst fleiri tilfelli en á síðasta ári, samkvæmt frétt Global Meat. 

Meira en 5.300 ein­staklingar voru greindir með kampýlóbaktersýkingu í Danmörku á árinu 2019. Er þetta mesti fjöldi smittilfella sem sést hefur þar í landi á einu ári og hefur verið nær stöðug aukning í kampýlóbaktersmiti síðan 2012. Talað er um faraldur á síðasta ári og er aukin smittíðni að mestu rakin til sýkinga vegna neyslu á  kjúklingakjöti.

Vitnað er í Evu Møller Noelsen hjá Statens Serium Institude (SSI) sem segir að áður fyrr hafi slík smittilfelli verið fremur sjaldgæf.  Hún segir að aukin tíðni sýkinga megi í langflestum tilfellum rekja til matvæla.

Þá er einnig bent á að aukin tíðni sé vegna smits á kampýlóbakter úr sýktum jarðvegi, sandi, vatni og vegna snertinga við dýr. Í rannsókn sem gerð var á þessum málum fyrir nokkrum árum kom í ljós að aukin tíðni smits af þessum toga átti sér stað í kjölfar vætutíðar og mikilla rigninga. Segir Katrin Kuhn, sem líka starfar hjá SSI, að vegna hlýnandi veður­fars megi búast við að smithættan í náttúr­unni aukist yfir lengra tímabil en bara yfir sumarmánuðina.

Skylt efni: kampýlóbakter

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...