Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikil aukning á kamfílóbaktersýkingum í Danmörku rakin til kjúklingakjöts
Fréttir 26. febrúar 2020

Mikil aukning á kamfílóbaktersýkingum í Danmörku rakin til kjúklingakjöts

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kampýlóbaktersýkingum fer fjölgandi í Danmörku og hafa aldrei mælst fleiri tilfelli en á síðasta ári, samkvæmt frétt Global Meat. 

Meira en 5.300 ein­staklingar voru greindir með kampýlóbaktersýkingu í Danmörku á árinu 2019. Er þetta mesti fjöldi smittilfella sem sést hefur þar í landi á einu ári og hefur verið nær stöðug aukning í kampýlóbaktersmiti síðan 2012. Talað er um faraldur á síðasta ári og er aukin smittíðni að mestu rakin til sýkinga vegna neyslu á  kjúklingakjöti.

Vitnað er í Evu Møller Noelsen hjá Statens Serium Institude (SSI) sem segir að áður fyrr hafi slík smittilfelli verið fremur sjaldgæf.  Hún segir að aukin tíðni sýkinga megi í langflestum tilfellum rekja til matvæla.

Þá er einnig bent á að aukin tíðni sé vegna smits á kampýlóbakter úr sýktum jarðvegi, sandi, vatni og vegna snertinga við dýr. Í rannsókn sem gerð var á þessum málum fyrir nokkrum árum kom í ljós að aukin tíðni smits af þessum toga átti sér stað í kjölfar vætutíðar og mikilla rigninga. Segir Katrin Kuhn, sem líka starfar hjá SSI, að vegna hlýnandi veður­fars megi búast við að smithættan í náttúr­unni aukist yfir lengra tímabil en bara yfir sumarmánuðina.

Skylt efni: kampýlóbakter

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...