Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikil aukning á kamfílóbaktersýkingum í Danmörku rakin til kjúklingakjöts
Fréttir 26. febrúar 2020

Mikil aukning á kamfílóbaktersýkingum í Danmörku rakin til kjúklingakjöts

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kampýlóbaktersýkingum fer fjölgandi í Danmörku og hafa aldrei mælst fleiri tilfelli en á síðasta ári, samkvæmt frétt Global Meat. 

Meira en 5.300 ein­staklingar voru greindir með kampýlóbaktersýkingu í Danmörku á árinu 2019. Er þetta mesti fjöldi smittilfella sem sést hefur þar í landi á einu ári og hefur verið nær stöðug aukning í kampýlóbaktersmiti síðan 2012. Talað er um faraldur á síðasta ári og er aukin smittíðni að mestu rakin til sýkinga vegna neyslu á  kjúklingakjöti.

Vitnað er í Evu Møller Noelsen hjá Statens Serium Institude (SSI) sem segir að áður fyrr hafi slík smittilfelli verið fremur sjaldgæf.  Hún segir að aukin tíðni sýkinga megi í langflestum tilfellum rekja til matvæla.

Þá er einnig bent á að aukin tíðni sé vegna smits á kampýlóbakter úr sýktum jarðvegi, sandi, vatni og vegna snertinga við dýr. Í rannsókn sem gerð var á þessum málum fyrir nokkrum árum kom í ljós að aukin tíðni smits af þessum toga átti sér stað í kjölfar vætutíðar og mikilla rigninga. Segir Katrin Kuhn, sem líka starfar hjá SSI, að vegna hlýnandi veður­fars megi búast við að smithættan í náttúr­unni aukist yfir lengra tímabil en bara yfir sumarmánuðina.

Skylt efni: kampýlóbakter

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...