Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mikil ánægja með markaðsátak Icelandic lamb og Markaðsráðs kindakjöts
Fréttir 9. október 2017

Mikil ánægja með markaðsátak Icelandic lamb og Markaðsráðs kindakjöts

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Unnið hefur verið að sérstöku átaki á vegum Icelandic lamb ehf. sem er í eigu LS og Markaðsráðs kinda­kjöts um að auka sölu á lambakjöti á innan­lands­mark­aði. Virðast sauðfjár­bændur almennt vera mjög ánægðir með það framtak ef marka má könnun Lands­samtaka sauðfjárbænda. 
 
Icelandic lamb hefur tekist að fá um 100 veitingastaði um allt land til liðs við sig á undanförnum mánuðum til að auka kynningu og sýnileika íslensks lambakjöts fyrir gesti veitingastaðanna. Er mælanleg verulega söluaukning á kindakjöti vegna þessa. Er það sem  nemur um 25% að meðaltali á hvert veitingahús sem þátt hefur tekið í átakinu. 
 
Spurt var: Telur þú skynsamlegt að halda áfram að leitast við að selja lambakjöt til erlendra ferðamanna á Íslandi?
 
Í könnun LS var spurt hvort bændur teldu skynsamlegt að halda áfram að leitast við að selja lambakjöt til erlendra ferðamanna á Íslandi. Var svarið við þeirri spurningu mjög afdráttarlaust. Þannig töldu um 97,6% það mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis tæplega 1% töldu það mjög eða frekar óskynsamlegt. 
 
Telur þú skynsamlegt að halda áfram útflutningi á kindakjöti?
 
Í könnuninni var einnig spurt um hvort skynsamlegt væri að halda áfram útflutningi á kindakjöti. Þar kom fram að um 79% sauðfjárbænda telja slíkt mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis 2,6% telja það mjög óskynsamlegt og 6,5% telja það frekar óskynsamlegt. 
 
Greinilegt er af niðurstöðum úr þessum tveim spurningum að sauðfjárbændur eru mjög ánægðir með framgöngu Icelandic lamb í markaðsmálum á sauðfjárafurðum. 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...