Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mikil ánægja með markaðsátak Icelandic lamb og Markaðsráðs kindakjöts
Fréttir 9. október 2017

Mikil ánægja með markaðsátak Icelandic lamb og Markaðsráðs kindakjöts

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Unnið hefur verið að sérstöku átaki á vegum Icelandic lamb ehf. sem er í eigu LS og Markaðsráðs kinda­kjöts um að auka sölu á lambakjöti á innan­lands­mark­aði. Virðast sauðfjár­bændur almennt vera mjög ánægðir með það framtak ef marka má könnun Lands­samtaka sauðfjárbænda. 
 
Icelandic lamb hefur tekist að fá um 100 veitingastaði um allt land til liðs við sig á undanförnum mánuðum til að auka kynningu og sýnileika íslensks lambakjöts fyrir gesti veitingastaðanna. Er mælanleg verulega söluaukning á kindakjöti vegna þessa. Er það sem  nemur um 25% að meðaltali á hvert veitingahús sem þátt hefur tekið í átakinu. 
 
Spurt var: Telur þú skynsamlegt að halda áfram að leitast við að selja lambakjöt til erlendra ferðamanna á Íslandi?
 
Í könnun LS var spurt hvort bændur teldu skynsamlegt að halda áfram að leitast við að selja lambakjöt til erlendra ferðamanna á Íslandi. Var svarið við þeirri spurningu mjög afdráttarlaust. Þannig töldu um 97,6% það mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis tæplega 1% töldu það mjög eða frekar óskynsamlegt. 
 
Telur þú skynsamlegt að halda áfram útflutningi á kindakjöti?
 
Í könnuninni var einnig spurt um hvort skynsamlegt væri að halda áfram útflutningi á kindakjöti. Þar kom fram að um 79% sauðfjárbænda telja slíkt mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis 2,6% telja það mjög óskynsamlegt og 6,5% telja það frekar óskynsamlegt. 
 
Greinilegt er af niðurstöðum úr þessum tveim spurningum að sauðfjárbændur eru mjög ánægðir með framgöngu Icelandic lamb í markaðsmálum á sauðfjárafurðum. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...