Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikil áhersla á lífræna ræktun
Á faglegum nótum 17. desember 2014

Mikil áhersla á lífræna ræktun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Austurríki er landlukt ríki í Mið-Evrópu, með rúmlega 8,5 milljónir íbúa, sem einkennist af hálendi Alpafjallanna. Landið sjálfbært í framleiðslu á korni, mjólk og rauðu kjöti.

Austurríki var í margar aldir hluti af þýska ríkinu en klauf sig endanlega frá því síðla á 19. öld. Í dag er Austurríki sambandslýðveldi sem samanstendur af níu sambandsríkjum. Flatarmál landsins er 83.879 ferkílómetra og af þeim eru um 67.000 ferkílómetra skóglendi og land sem er notað undir landbúnað.

Austurríku er fallegt land þar sem sjá má gróskumikla akra og graslendi með kúm og kindum á beit og skógivaxna Alpafjöllin í bakgrunni.

Hlutur landbúnaðar í þjóðartekjum í Austurríki hefur dregst mikið saman frá lokum Síðari heimstyrjaldarinnar og líkt víðast annarstaða hafastjórnvöld reynt að viðhalda byggð í öllum héruðum landsins með búsetustyrkjum.

Býli í Austurríki er flest lítil og bændum hefur fækkað mikið síðustu áratugi. Þrátt fyrir það er landið sjálfbært í framleiðslu á korni, mjólk og rauðukjöti.
Þeir bændur sem eftir eru stunda flestir önnur störf meðfram búskap, meðal annars gistiþjónustu fyrir ferðamenn.

Mikil áhersla er á hreinleika afurða í Austurríku og ríflega 16% bænda stunda lífræna ræktun á um 20% ræktanlegs lands. Verð á matvælum er hærra í Austurríki en öðrum löndum Evrópusambandsins.
 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...