Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mikil áhersla á lífræna ræktun
Á faglegum nótum 17. desember 2014

Mikil áhersla á lífræna ræktun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Austurríki er landlukt ríki í Mið-Evrópu, með rúmlega 8,5 milljónir íbúa, sem einkennist af hálendi Alpafjallanna. Landið sjálfbært í framleiðslu á korni, mjólk og rauðu kjöti.

Austurríki var í margar aldir hluti af þýska ríkinu en klauf sig endanlega frá því síðla á 19. öld. Í dag er Austurríki sambandslýðveldi sem samanstendur af níu sambandsríkjum. Flatarmál landsins er 83.879 ferkílómetra og af þeim eru um 67.000 ferkílómetra skóglendi og land sem er notað undir landbúnað.

Austurríku er fallegt land þar sem sjá má gróskumikla akra og graslendi með kúm og kindum á beit og skógivaxna Alpafjöllin í bakgrunni.

Hlutur landbúnaðar í þjóðartekjum í Austurríki hefur dregst mikið saman frá lokum Síðari heimstyrjaldarinnar og líkt víðast annarstaða hafastjórnvöld reynt að viðhalda byggð í öllum héruðum landsins með búsetustyrkjum.

Býli í Austurríki er flest lítil og bændum hefur fækkað mikið síðustu áratugi. Þrátt fyrir það er landið sjálfbært í framleiðslu á korni, mjólk og rauðukjöti.
Þeir bændur sem eftir eru stunda flestir önnur störf meðfram búskap, meðal annars gistiþjónustu fyrir ferðamenn.

Mikil áhersla er á hreinleika afurða í Austurríku og ríflega 16% bænda stunda lífræna ræktun á um 20% ræktanlegs lands. Verð á matvælum er hærra í Austurríki en öðrum löndum Evrópusambandsins.
 

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...