Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fyrsta af holunum þrem á Vesturlandsvegi sem varð mörgum kostnaðarsamar.
Fyrsta af holunum þrem á Vesturlandsvegi sem varð mörgum kostnaðarsamar.
Mynd / HLJ
Fréttir 9. mars 2018

Mikið um tjón á felgum og dekkjum undanfarna daga

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Töluvert hefur verið fjallað í fjölmiðlum um holótta vegi, sem skemma dekk, felgur og fleira, síðastliðinn mánuðinn. Frægasta holan sem ég veit um voru í raun þrjár holur sem mynduðust seinnipart dags á Vesturlandsvegi í beygjunni fyrir neðan Lágafellskirkju þann 21. febrúar þegar a.m.k. fimm bílar skemmdu dekk í holunum. 
 
Að morgni 22. febrúar átti ég leið þarna um og ætlaði varla að trúa því sem ég sá. Ellefu bílar voru í röð að skipta um dekk sem höfðu höggvist í sundur, þegar ég ók fram hjá röðinni. Þegar ég kom til baka voru enn nokkrir bílar í kantinum með sprungin dekk, eitt eða tvö, og mikið beyglaðar felgur. Samkvæmt talningu starfsmanna N1 dekkjaverkstæðisins á Langatanga komu þennan morgun 12 bílar með ónýt dekk og Vegaaðstoð N1 skipti undir 5 bílum. Í öllum þessum tilfellum voru dekkin ónýt og alls þurfti að laga eða kaupa 7 nýjar felgur.
 
Mæla oftar loftið í dekkjunum til að forðast svona tjón
 
Ég mældi dýpt holanna og ummál þeirra og voru allar á bilinu 50–70 cm. Fyrsta holan var 8 cm, næsta 10 og sú síðasta var 12 cm djúp. Engin furða að bílstjórar skemmi dekk í svona holu þegar þeir koma í holuna á 70 km hraða.
 
Eftir að hafa mælt dýpt holanna skoðaði ég yfirgefnu bílana og mældi loftþrýstinginn í þeim hjólbörðum sem loft var í og af þessum fimm bílum voru fjórir með of lítið loft í dekkjum og í tveim bílum var framdekkið heilt en sprungið að aftan og þessi tvö framdekk voru með réttu loftmagni sem ég tel að hafi bjargað þeim. Holurnar eru ekki bara í Reykjavík, þær eru um allt, sérstaklega er þetta slæmt í þjóðgarðinum á Þingvöllum og m.a. töluvert á þjóðvegi 1 nálægt Borgarfirði og víðar þar sem ég hef farið undanfarinn mánuð. 
 
Ótrúlega oft myndast holurnar við svona samskeyti.
 
Margar kenningar um hvers vegna þessar holur myndast
 
Síðustu þrjá vetur hefur „holufaraldurinn“ skollið á eftir þíðu og mikil vatnsveður. Ýmsir hafa tjáð sig um þessar holur og verið með skýringar á hvers vegna þær spretta upp eins og faraldur. Persónulega vil ég kenna um of mikilli saltnotkun á þunnt malbikaða vegi, en með svona miklum saltpækli á olíumalbik verður olían í malbikinu mjúk og fer í dekkin og snjóinn og eftir verður mölin ein. Á endanum er olían í malbikinu búin og gat kemur á þunnt malbikið með þessum fyrrgreindu afleiðingum. 
 
Oftast koma holurnar í lægðum og á samskeytum, beygjum og þar sem mikið álag er á malbikið, því er ágætt að hafa þetta í huga. Góð grein var á www.mbl.is þar sem vitnað var til Facebook-færslu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings undir fyrirsögninni; HÁLKAN NÚ VERÐUR OKKUR DÝRKEYPT.  Áhugaverð lesning sem gefur manni nýja sýn á hvers vegna holurnar koma, að mati fræðimanns.
 
Dapurt að þurfa að gera ráð fyrir holutjónum í heimilisbókhaldinu
 
Fyrir nokkru heyrði ég mann segja að það væri dapurt að þurfa að gera reglulega ráð fyrir því að þurfa að kaupa aukadekk oftar en einu sinni á hverju ári vegna lélegs viðhalds vega. Bíleigendur borga það mikið í opinber gjöld að þeir eiga betri þjónustu skilið. Fyrir mér er þetta mest saltinu að kenna og ef á að eyða svona miklu í salt fyrripart vetrar þarf að taka frá fyrir holuviðgerðum seinnipart vetrar til að laga það sem saltið skemmdi. Pössum okkur á árlegu febrúar/mars-holunum.
Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.