Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikið um skordýraskemmdir á trjágróðri
Fréttir 9. júlí 2014

Mikið um skordýraskemmdir á trjágróðri

Víða um land ber töluvert á skordýraskemmdum á trjágróðri, til dæmis eftir birkikembu sem hefur herjað á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar á Suðurlandi. Að undanförnu hafa komið í ljós miklar skordýraskemmdir á alaskavíðibeltum við Gunnarsholt. Skjólbelti sem nær frá þjóðveginum upp að Gunnarsholti er lauflítið og víða nær lauflaust. Þetta kemur fram á vef Landgræðslunnar.

Sömu sögu er að segja víðar, til dæmi á Reyðarvatni skammt austan við Gunnarsholt. Alls er þarna um að ræða allnokkra tugi kílómetra af skjólbeltum. Alaskavíðirinn er ein röð af þremur tegundum, en það sér mun minna á alaskaösp og viðju í hinum röðunum. Orsakavaldurinn er lirfa haustfeta.
Lirfa haustfetans á ferðinni
fyrri hluta sumars

Athuganir á skemmdu laufi hafa sýnt að þar eru nær einvörðungu haustfetalirfur en sáralítið hefur fundist af öðrum tegundum sem sækja í víði, til dæmis víðifeta. Lirfa haustfetans er á ferli fyrri hluta sumars og nú eru lirfurnar nær fullvaxta og eru að fara að púpa sig. Fiðrildin skríða svo úr púpu að haustinu og verpa.

Þessi sömu skjólbelti skemmdust einnig mikið í fyrra og þá fundust einnig haustfetalirfur í laufi. Sá víðir sem skemmdist mest í fyrra laufgaðist illa í vor og sumar plöntur alls ekki. Hætta er á að plöntur sem verða fyrir svona faraldri ár eftir ár kali illa og jafnvel drepist.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...