Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Mikið um skordýraskemmdir á trjágróðri
Fréttir 9. júlí 2014

Mikið um skordýraskemmdir á trjágróðri

Víða um land ber töluvert á skordýraskemmdum á trjágróðri, til dæmis eftir birkikembu sem hefur herjað á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar á Suðurlandi. Að undanförnu hafa komið í ljós miklar skordýraskemmdir á alaskavíðibeltum við Gunnarsholt. Skjólbelti sem nær frá þjóðveginum upp að Gunnarsholti er lauflítið og víða nær lauflaust. Þetta kemur fram á vef Landgræðslunnar.

Sömu sögu er að segja víðar, til dæmi á Reyðarvatni skammt austan við Gunnarsholt. Alls er þarna um að ræða allnokkra tugi kílómetra af skjólbeltum. Alaskavíðirinn er ein röð af þremur tegundum, en það sér mun minna á alaskaösp og viðju í hinum röðunum. Orsakavaldurinn er lirfa haustfeta.
Lirfa haustfetans á ferðinni
fyrri hluta sumars

Athuganir á skemmdu laufi hafa sýnt að þar eru nær einvörðungu haustfetalirfur en sáralítið hefur fundist af öðrum tegundum sem sækja í víði, til dæmis víðifeta. Lirfa haustfetans er á ferli fyrri hluta sumars og nú eru lirfurnar nær fullvaxta og eru að fara að púpa sig. Fiðrildin skríða svo úr púpu að haustinu og verpa.

Þessi sömu skjólbelti skemmdust einnig mikið í fyrra og þá fundust einnig haustfetalirfur í laufi. Sá víðir sem skemmdist mest í fyrra laufgaðist illa í vor og sumar plöntur alls ekki. Hætta er á að plöntur sem verða fyrir svona faraldri ár eftir ár kali illa og jafnvel drepist.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...