Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Volkswagen Golf Variant.
Volkswagen Golf Variant.
Á faglegum nótum 9. nóvember 2015

Mikið lagt í þægindi

Fyrir skömmu átti ég erindi í Heklu og sá þá Volkswagen Golf Variant Alltrack, fjórhjóladrifinn bensínbíl í sýningarsalnum. Ég falaðist eftir að fá að prófa bílinn, en hann var enn óskráður og ekki í boði nema á rauðum númerum.Mér hefur alltaf verið illa við að prófa bíla á rauðum númerum, en lét til leiðast í þetta sinn. 
 
Þar sem bíllinn var á rauðum númerum sótti ég hann eldsnemma á sunnudagsmorgni í Heklu, en hafði sótt lyklana daginn áður. Það var notalegt að vera með sætishitara upp á bakið og hita í stýrinu í morgunkuldanum. Miðstöðin var fljót að hita upp bílinn að innan og sennilega var ég ekki búinn að keyra meira en 5 km þegar sköfuförin voru öll farin af öllum rúðum. Sætin eru þægileg, fótarými gott og rúmt um farþega í aftursætum. Í bílnum er GPS-leiðsögukerfi með Íslandskorti á snerti­skjá sem er 6,5 tommur, á þessum sama skjá er tengd bakkmyndavél sem er mjög skýr ásamt hjálparbúnaði til að leggja bílnum sem er afar auðskiljanlegur. 
 
Næstum of mikill kraftur fyrir innanbæjarakstur
 
Golf Variant er fjórhjóladrifinn bensínbíll sem á að skila 181 hestafli og satt best að segja eru öll þessi hross bara skemmtileg. Viðbragðið í vélinni er svo mikið að það var hreint varasamt. Á augnabliks tíma var maður kominn á „sviptingarhraða“ í borgarakstrinum. Þann dag sem ég prófaði bílinn var smá hálka og snjóföl í útjaðri Reykjavíkur og því gott að prófa virkni fjórhjóladrifsins, en það eina sem var að var að bíllinn var á sumardekkjum. Til að prófa snerpu og bremsur notaðist ég við malarveg þar sem engin umferð var. Deiling aflsins á það dekk sem hafði grip í snjófölinni var svolítið sérstakt, bíllinn mokaðist áfram þrátt fyrir sumardekkin, en þegar átti að bremsa var gripið nánast ekki neitt. 
 
Fjöðrun góð og hátt undir lægsta punkt
 
Á malarveginum kom berlega í ljós góð fjöðrun á bílnum og hafði ég smá áhyggjur af því hvort ég væri að misbjóða 18 tommu felgunum og dekkjum sem voru með afar lágan prófíl. Hvorki dekk né felgur henta vel til aksturs á malarvegum. Þar sem ég sneri bílnum við var frekar óslétt og hélt ég að ég myndi reka bílinn niður og fór því út til að kíkja undir bílinn. Mér til furðu var töluvert í að ég ræki bílinn niður, en undir lægsta punkt er 17,5 cm. 
 
Eyðslan hjá mér töluvert hærri en uppgefin í bæklingi
 
Eftir fyrstu 27 km var meðaleyðslan hjá mér 13,4 lítrar af bensíni á hundraðið á meðalhraða upp á 42 km hraða, en uppgefin eyðsla í blönduðum akstri samkvæmt bæklingi er 6,5 lítrar á hundraðið.
Ég verð að viðurkenna það að mér leiðist ekki að keyra 181 hestafls bíl og er svolítið gjarn á að gefa vel í á svona kraftmiklum bílum, en myndi treysta mér til að koma bílnum niður fyrir 10 lítra eyðslu á hundraðið (það er bara svo gaman að aka kraftmiklum bílum). 
 
Verð og helstu mál
 
Volkswagen Golf Variant kostar frá 3.190.000 og er það bíll með 110 hestafla vél, en bíllinn sem ég prófaði heitir Volkswagen Golf Variant Alltrack og kostar 5.490.000 með 2,0 bensínvél. 
 
Hægt er að fá  Volkswagen Golf Variant metan/bensín í nokkrum útgáfum af bílnum með 110 hestafla vélinni. 
 
Einnig eru í boði þrjár stærðir af dísilvélum í „golffjölskyldunni“.  Nánari upplýsingar um Volkswagen Golf Variant Alltrack má finna á vefsíðunni www.hekla.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
Hæð 1.515 mm
Breidd 1.799 mm
Lengd 4.562 mm

 

8 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...