Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mikið kal er í túnum á Jökuldal.
Mikið kal er í túnum á Jökuldal.
Fréttir 9. júlí 2014

Mikið kal á Jökuldal

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Mikið kal er í túnum á Jökuldal og er það sums staðar allt upp í 60 prósent. Bændur þar hafa þurft að endurrækta tugi hektara túna vegna þess.

Búnaðarsamband Austurlands samdi við Þórarin Lárusson ráðunaut um að meta kaltjónið. „Ég tók út tjón á þremur bæjum og það hafa myndast þar einhverjar þær veðurfarsaðstæður sem gerðu að verkum að það hefur safnast svell á flest túnin. Þau eru illa kalin, frá 50 og upp í 60 prósenta kal. Þetta er afgerandi á þessum þremur bæjum en það er kal víðar en þar. Þetta eru bæirnir Merki, Hákonarstaðir og Klaustursel, þar er einna mest kal.“

Túnin sem um ræðir eru flest í um 250 metra hæð yfir sjávarmáli og má segja að þar hafi myndast einhvers konar kalpottur. Bændur hafa þegar endurræktað talsverðan hluta þeirra túna sem kól. Á Klausturseli er til að mynda þegar búið að endurrækta 20 hektara túna sem kól. „Á 600 kinda búi er það ansi mikið,“ segir Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli. Tíð hefur verið með eindæmum góð á Austurlandi í vor og það sem af er sumri. Mun það hjálpa til við uppskeru en ljóst er að mikill kostnaður hefur hlotist af kalskemmdunum.

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...