Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikið kal er í túnum á Jökuldal.
Mikið kal er í túnum á Jökuldal.
Fréttir 9. júlí 2014

Mikið kal á Jökuldal

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Mikið kal er í túnum á Jökuldal og er það sums staðar allt upp í 60 prósent. Bændur þar hafa þurft að endurrækta tugi hektara túna vegna þess.

Búnaðarsamband Austurlands samdi við Þórarin Lárusson ráðunaut um að meta kaltjónið. „Ég tók út tjón á þremur bæjum og það hafa myndast þar einhverjar þær veðurfarsaðstæður sem gerðu að verkum að það hefur safnast svell á flest túnin. Þau eru illa kalin, frá 50 og upp í 60 prósenta kal. Þetta er afgerandi á þessum þremur bæjum en það er kal víðar en þar. Þetta eru bæirnir Merki, Hákonarstaðir og Klaustursel, þar er einna mest kal.“

Túnin sem um ræðir eru flest í um 250 metra hæð yfir sjávarmáli og má segja að þar hafi myndast einhvers konar kalpottur. Bændur hafa þegar endurræktað talsverðan hluta þeirra túna sem kól. Á Klausturseli er til að mynda þegar búið að endurrækta 20 hektara túna sem kól. „Á 600 kinda búi er það ansi mikið,“ segir Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli. Tíð hefur verið með eindæmum góð á Austurlandi í vor og það sem af er sumri. Mun það hjálpa til við uppskeru en ljóst er að mikill kostnaður hefur hlotist af kalskemmdunum.

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...