Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sunna Skeggjadóttir og aðstoðarmenn hennar leggja út tilraun í Gunnarsholti með 76 yrkjum af vetrarafbrigðum repju og nepju.
Sunna Skeggjadóttir og aðstoðarmenn hennar leggja út tilraun í Gunnarsholti með 76 yrkjum af vetrarafbrigðum repju og nepju.
Mynd / ghp & SS
Fréttir 2. september 2022

Metfjöldi yrkja í prófun

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Haustið verður annartími hjá starfsmönnum Jarðræktarmiðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands þegar þau ferðast víðs vegar um landið og uppskera aragrúa tilrauna sem skólinn hefur umsjón með.

Þar má nefna rannsóknir á olíujurtum en nokkrar tilraunir með þær miða að því að leggja grunn að markvissri ræktun á repju og nepju.

Áframhaldandi rannsóknir á ræktun olíujurtanna repju og nepju hér á landi ganga m.a. út á að finna hentug vetraryrki sem lifað geta af íslenskan vetur. Helstu nytjar plöntunnar er matarolía ásamt orkuríku hrati sem er verðmætur próteingjafi fyrir skepnur.

Niðurstöður frá tilraun sem uppskorin var haustið 2021 benda til þess að áburður að hausti skiptir miklu máli þegar kemur að lifun um veturinn og hvernig plönturnar koma undan vetri á vorin. Komi plönturnar vel undan vetri eru þær líklegri til að ná fyrr fullum þroska að hausti og skilað þar með góðri uppskeru.

Yrkin koma víðs vegar að úr heiminum eins og frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Póllandi og Svíþjóð en einnig er eitt yrki frá Kúbu í tilrauninni.

Nýlega var lögð út yrkjatilraun í Gunnarsholti þar sem sáð var alls 76 yrkjum af vetrarafbrigðum af repju og nepju í smáreiti. Aldrei áður hefur slíkum fjölda verið sáð áður, en yrkin koma víðs vegar að úr heiminum eins og frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Póllandi og Svíþjóð en einnig er eitt yrki frá Kúbu í tilrauninni.

Sunna Skeggjadóttir, starfsmaður Jarðræktarmiðstöðvarinnar, gerir ekki ráð fyrir að þau muni öll lifa af veturinn.

„Vetrarlifun er einn allra mikilvægasti eiginleikinn í ræktun á vetrarafbrigðum og skemmtilega auðvelt að meta hvort það lifir veturinn af eða ekki.“

Tilraunin verður uppskorin og mæld haustið 2023 og niðurstöðurnar munu leiða í ljós hvort einhver yrkjanna henti íslenskum aðstæðum.

Næsta vor er svo stefnt á að sá nokkrum fjölda af erlendum vorafbrigðum í sama tilgangi.

Sáðtími og staðsetning hafa áhrif

Önnur tilraun snýr að sáðtíma og notkun áburðar við ræktun vetrarafbrigða. Tilraunin var lögð út sumarið 2021 og benda fyrstu niðurstöður til þess að vaxtarferill plantna sé talsvert ólíkur eftir sáðtíma.

„Plönturnar úr fyrri sáðtímanum eru færri í reit og gefa af sér fleiri hliðarsprota heldur plöntur sem sáð var 20 dögum síðar. Í seinni sáðtímanum eru plönturnar fleiri, hærri og með færri hliðarsprota. Því verður mjög spennandi að uppskera í haust og reikna út niðurstöður,“ segir Sunna.

Akur olíujurta í blóma en helstu nytjar repju og nepju er matarolía ásamt orkuríku hrati sem er verðmætur próteingjafi fyrir skepnur.

Enn önnur tilraun snýr að því að bera saman uppskeruniðurstöður þriggja vorafbrigða nepju og repju á fjórum stöðum á landinu. Þeir eru Klauf í Eyjafirði, Keldudalur í Skagafirði, Hvanneyri í Borgarfirði og Gunnarsholt á Rangárvöllum. Þar verður hægt að sjá hvernig veðurfar og ólíkar jarðvegsgerðir hafi áhrif á þroska plantna og síðan fræuppskeru.

„Vorafbrigðin hafa styttri vaxtartíma en vetrarafbrigðin. En vorafbrigðin þarf hins vegar að uppskera seinna á haustin. Því þarf að líta til hvaða afbrigði skuli nota þegar kemur að landshluta með tilliti til haustveðurs,“ segir Sunna.

Þá nefnir hún einnig aðra tilraun sem hefur það markmið að kanna áhrif áburðarmagns á vornepju, en þar var einu yrki sáð á Hvanneyri og Gunnarsholti með mismunandi köfnunarefnismagni. Allir reitir fengu samt sem áður sama magn af P og K.

Kálfluga herjar á tilraunir

Að sögn Sunnu hafa allar tilraunir sumarsins orðið fyrir barðinu á kálflugu sem hefur sett nokkurt strik í reikninginn, en gæti þó borið með sér auknar upplýsingar í tilraununum.

„Áhugavert verður að sjá hvort eitthvert yrkjanna verst betur gegn kálflugunni en önnur. Einnig hvort áburðarmagn geti bætt upp skaðann af völdum kálflugu,“ segir Sunna.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...