Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Metfjöldi grænna skrefa
Fréttir 20. september 2022

Metfjöldi grænna skrefa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar fyrir 2021 hafa aldrei verið tekin jafn mörg skref í átt að umhverfis- vænum rekstri hjá ríkisstofnunum og á síðasta ári, eða 444. Verkefnið er ekki lengur valkvætt og hluti af rekstri ríkisstofnana.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Verkefnið er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og er þátttaka stofnunum að kostnaðarlausu.

Hluti af rekstri ríkisstofnana

Í skýrslunni segir að rekja megi aukninguna til aukinnar vitundarvakningar í umhverfis- og loftslagsmálum og almenns áhuga á að gera betur í þeim efnum. Aldrei fyrr hafa jafn mörg Græn skref verið stigin eins og árið 2021, eða 444. Til samanburðar voru 557 skref stigin á árunum 2014 til 2020.
Umhverfisstofnun og stjórnvöld hafa aukið áherslu á verkefnið sem ekki er lengur valkvætt og er núna hluti af rekstri allra ríkisstofnana og skulu allir ríkisaðilar setja sér loftslagsstefnu með mælanlegum markmiðum, og tímasettum aðgerðum.

Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun loftslagsstefnu Stjórnarráðsins sem samþykkt var árið 2019.

Markmið Grænna skrefa
  • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi ríkisins
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna
  • Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
  • Draga úr rekstrarkostnaði
  • Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur geti innleitt aðgerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfsseminnar
  • Aðgerðir stofnana í umhverfis - málum séu sýnilegar
Árangur

Samkvæmt skýrslunni náist taksverður árangur í að draga saman í innkaupum, samgöngum og orkunotkun. Í að auka meðvitund um umhverfismál innan vinnustaða. Auk þess sem segir að örugg skref hafi verið stigin í átt að markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ríkisaðila.

Í dag skila 111 stofnanir grænu bókhaldi en tæplega 18.000 starfsmenn eru á vinnustöðum sem eru virkir þátttakendur í Grænum skrefum.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...