Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Þrír efstu í skógarhöggskeppni Skógardagsins: f.v. Mates Cieslar í 2. sæti, Sigfús Jörgen Oddsson, krýndur Íslandsmeistari, og Ýmir Knútur Eiríksson í 3. sæti.
Þrír efstu í skógarhöggskeppni Skógardagsins: f.v. Mates Cieslar í 2. sæti, Sigfús Jörgen Oddsson, krýndur Íslandsmeistari, og Ýmir Knútur Eiríksson í 3. sæti.
Mynd / Þór Þorfinnsson
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallormsstað á dögunum.

Skógardagurinn mikli var að vanda haldinn í Hallormsstað á Fljótsdalshéraði í áliðnum júní. Til hátíðarinnar var stofnað árið 2005, af Skógræktinni, Félagi skógarbænda á Austurlandi og félögum sauðfjárog kúabænda á Héraði og Fjörðum.

Veður var blítt á hátíðardaginn, 21. júní, og segja aðstandendur að Skógardagurinn mikli hafi aldrei verið fjölmennari en í ár. Talið er að þetta hafi verið einn stærsti dagurinn hingað til og um og yfir 2.500 manns verið samankomnir.

Gómsætar veitingar

Hátíðin hófst á hádegi með skógarhöggskeppni, þar sem miklir snillingar í þeirri kúnst etja jafnan kappi og mjög hart er barist um sigur.

Náttúruskólinn bauð gestum og gangandi í rjóður þar sem búið var að súrra þrautabrautir og grilla mátti ormabrauð, tileinkað Lagarfljótsorminum, við opinn eld undir leiðsögn. Einnig var krökkum kennt að tálga og höggva eldivið. Í kjölfarið fór fram skemmtidagskrá á sviði í Mörkinni, þar sem kenndi ýmissa grasa í tónlist og mæltu máli. Sýndar voru býflugur og boðið á hestbak.

Veitingar Skógardagsins eru alltaf í meira lagi kræsilegar og fara menn ævinlega saddir og sælir frá hátíðinni. Félag nautgripabænda á Héraði og Fjörðum bauð upp á heilgrillað naut sem snúist hafði yfir eldi alla nóttina og morguninn. Nautakjötið er borið fram á trébrettum úr viði skógarins, niðursneitt í hæfilega munnbita og ljúffeng sósa boðin með. Ljómandi svínakjöt var einnig framreitt handa gestum. Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum býður og jafnan upp á grillað lambakjöt, sem er mesta lostæti. Sjálfboðaliðar ganga um meðal gesta og bjóða smakk eins og hugurinn girnist.

Sömuleiðis bjóða skógarmenn upp á ketilkaffi og lummur í rjóðri. Sá sem ekki hefur smakkað alvöru ketilkaffi á margt eftir óupplifað. Jafnframt eru grillaðar pylsur í hundraðavís og gefnar þeim sem vilja.

Skógardagurinn mikli þótti sérlega vel heppnaður í ár og metfjöldi var af gestum.

Barist um titilinn

Þegar nokkuð var liðið á daginn fóru fram lokakeppnisgreinar í skógarhöggi og Íslandsmeistari var krýndur og honum færð verðlaun, að þessu sinni frá fyrirtækinu MHG. Var það Sigfús Jörgen Oddsson, sem sigraði einnig í keppninni árið 2017. Fékk hann í sigurlaun öryggisbuxur og jakka fyrir skógarhögg. Í öðru sæti var Mates Cieslar og því þriðja Ýmir Knútur Eiríksson.

Aðstandendur hátíðarinnar í ár voru Land og skógur Hallormsstað, Félag skógarbænda á Héraði og Fjörðum, Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum og Félag nautgripabænda á Héraði og Fjörðum

Skylt efni: Skógardagurinn mikli

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...