Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Þrír efstu í skógarhöggskeppni Skógardagsins: f.v. Mates Cieslar í 2. sæti, Sigfús Jörgen Oddsson, krýndur Íslandsmeistari, og Ýmir Knútur Eiríksson í 3. sæti.
Þrír efstu í skógarhöggskeppni Skógardagsins: f.v. Mates Cieslar í 2. sæti, Sigfús Jörgen Oddsson, krýndur Íslandsmeistari, og Ýmir Knútur Eiríksson í 3. sæti.
Mynd / Þór Þorfinnsson
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallormsstað á dögunum.

Skógardagurinn mikli var að vanda haldinn í Hallormsstað á Fljótsdalshéraði í áliðnum júní. Til hátíðarinnar var stofnað árið 2005, af Skógræktinni, Félagi skógarbænda á Austurlandi og félögum sauðfjárog kúabænda á Héraði og Fjörðum.

Veður var blítt á hátíðardaginn, 21. júní, og segja aðstandendur að Skógardagurinn mikli hafi aldrei verið fjölmennari en í ár. Talið er að þetta hafi verið einn stærsti dagurinn hingað til og um og yfir 2.500 manns verið samankomnir.

Gómsætar veitingar

Hátíðin hófst á hádegi með skógarhöggskeppni, þar sem miklir snillingar í þeirri kúnst etja jafnan kappi og mjög hart er barist um sigur.

Náttúruskólinn bauð gestum og gangandi í rjóður þar sem búið var að súrra þrautabrautir og grilla mátti ormabrauð, tileinkað Lagarfljótsorminum, við opinn eld undir leiðsögn. Einnig var krökkum kennt að tálga og höggva eldivið. Í kjölfarið fór fram skemmtidagskrá á sviði í Mörkinni, þar sem kenndi ýmissa grasa í tónlist og mæltu máli. Sýndar voru býflugur og boðið á hestbak.

Veitingar Skógardagsins eru alltaf í meira lagi kræsilegar og fara menn ævinlega saddir og sælir frá hátíðinni. Félag nautgripabænda á Héraði og Fjörðum bauð upp á heilgrillað naut sem snúist hafði yfir eldi alla nóttina og morguninn. Nautakjötið er borið fram á trébrettum úr viði skógarins, niðursneitt í hæfilega munnbita og ljúffeng sósa boðin með. Ljómandi svínakjöt var einnig framreitt handa gestum. Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum býður og jafnan upp á grillað lambakjöt, sem er mesta lostæti. Sjálfboðaliðar ganga um meðal gesta og bjóða smakk eins og hugurinn girnist.

Sömuleiðis bjóða skógarmenn upp á ketilkaffi og lummur í rjóðri. Sá sem ekki hefur smakkað alvöru ketilkaffi á margt eftir óupplifað. Jafnframt eru grillaðar pylsur í hundraðavís og gefnar þeim sem vilja.

Skógardagurinn mikli þótti sérlega vel heppnaður í ár og metfjöldi var af gestum.

Barist um titilinn

Þegar nokkuð var liðið á daginn fóru fram lokakeppnisgreinar í skógarhöggi og Íslandsmeistari var krýndur og honum færð verðlaun, að þessu sinni frá fyrirtækinu MHG. Var það Sigfús Jörgen Oddsson, sem sigraði einnig í keppninni árið 2017. Fékk hann í sigurlaun öryggisbuxur og jakka fyrir skógarhögg. Í öðru sæti var Mates Cieslar og því þriðja Ýmir Knútur Eiríksson.

Aðstandendur hátíðarinnar í ár voru Land og skógur Hallormsstað, Félag skógarbænda á Héraði og Fjörðum, Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum og Félag nautgripabænda á Héraði og Fjörðum

Skylt efni: Skógardagurinn mikli

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...