Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Nemendur Lýðháskólans á Flateyri hafa aldrei verið eins margir eins og í vetur enda met aðsókn að skólanum.
Nemendur Lýðháskólans á Flateyri hafa aldrei verið eins margir eins og í vetur enda met aðsókn að skólanum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. október 2021

Metaðsókn að Lýðskólanum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Við skólasetningu Lýðskólans á Flateyri nýlega tilkynnti Ásmundur Einar Daðason félags- og húsnæðismálaráðherra um 134 milljóna stofnframlag Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til byggingar nemendagarða á Flateyri.

Verður þetta í fyrsta sinn frá árinu 1997 sem íbúðarhúsnæði er byggt á Flateyri. Hönnun húsanna er þegar hafin og verða þau framleidd erlendis og flutt á staðinn með skipi næsta vor. Yrki, arkitektar eru hönnuðir bygginganna. Um er að ræða 14 stúdíóíbúðir í tveimur samtengdum húsum sem rísa munu við Hafnarstræti og verða hluti af götumynd og ásýnd staðarins. Við hönnun húsanna verður þess gætt að þau falli að staðaranda Flateyrar.

„Þetta voru miklar gleðifréttir, stór áfangi í stuttri sögu skólans og mikil viðurkenning á okkar starfi,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Lýðskólans.
„Nú brettum við upp ermar og stefnum að því að þessi hús verði tilbúin við næstu skólasetningu að ári.“


Flateyri stúdentaíbúðir: 14 stúdíóíbúðir verða í tveimur samtengdum húsum, sem byggð verða við Hafnarstræti á Flateyri.
Mynd / Yrki arkitektar og Bjarni Sveinn Benediktsson.

Met aðsókn að skólanum

„Aðsókn að skólanum hefur aldrei verið meiri og við þurftum að hafna fleirum en teknir voru inn. Nú hóf 31 nemandi nám við Lýðskólann á tveimur brautum þar sem önnur leggur áherslu á listir og sköpun en hin útivist, umhverfi og sjálfbærni,“ segir Katrín María Gísladóttir skólastjóri.

„Við hlökkum til skólaársins með nýjum hópi nemenda. Bygging nemendagarða gerir okkur kleift að taka inn 40 nemendur á næsta ári eins og við höfum stefnt að allt frá upphafi. Þetta eru gleðifréttir, bæði fyrir skólann og Flateyri, og skýrt merki um þau miklu samfélagslegu áhrif sem skólinn hefur hér.“ 


Flateyri við Önundarfjörð.


Skylt efni: Flateyri

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...