Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vindmyllur í Þykkvabæ.
Vindmyllur í Þykkvabæ.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. apríl 2016

Meta möguleika á framleiðslu vindorku

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Landsvirkjun hefur sótt um stöðuleyfi til skipulags- og byggingarnefndar Húnavatns­hrepps fyrir tvær stöðvar til veðurfarslegra athugana í því skyni að meta möguleika á vindorkuframleiðslu á Norðurlandi vestra. 
Gert er ráð fyrir að önnur stöðin verði í landi Steinár 2–3 og hin á Auðkúluheiði. Áformað er að reisa 60 metra há möstur til mælinganna og munu þær standa yfir í um eitt ár.
 
Umsókn Landsvirkjunar var lögð fram til kynningar á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. Í henni kemur fram að markmiðið með stöðvunum sé að mæla vindhraða og aðra veðurfarslega þætti. Ekki verði verulegt jarðrask af framkvæmdunum og þær verði að fullu afturkræfar.
 
Skipulags- og byggingarnefnd Húnavatnshrepps hefur samþykkt stöðuleyfi fyrir báðar mælistöðvarnar til eins árs. Leyfi fyrir uppsetningu veðurstöðvanna liggur fyrir frá landeigendum. 

Skylt efni: vindorka

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...