Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vindmyllur í Þykkvabæ.
Vindmyllur í Þykkvabæ.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. apríl 2016

Meta möguleika á framleiðslu vindorku

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Landsvirkjun hefur sótt um stöðuleyfi til skipulags- og byggingarnefndar Húnavatns­hrepps fyrir tvær stöðvar til veðurfarslegra athugana í því skyni að meta möguleika á vindorkuframleiðslu á Norðurlandi vestra. 
Gert er ráð fyrir að önnur stöðin verði í landi Steinár 2–3 og hin á Auðkúluheiði. Áformað er að reisa 60 metra há möstur til mælinganna og munu þær standa yfir í um eitt ár.
 
Umsókn Landsvirkjunar var lögð fram til kynningar á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. Í henni kemur fram að markmiðið með stöðvunum sé að mæla vindhraða og aðra veðurfarslega þætti. Ekki verði verulegt jarðrask af framkvæmdunum og þær verði að fullu afturkræfar.
 
Skipulags- og byggingarnefnd Húnavatnshrepps hefur samþykkt stöðuleyfi fyrir báðar mælistöðvarnar til eins árs. Leyfi fyrir uppsetningu veðurstöðvanna liggur fyrir frá landeigendum. 

Skylt efni: vindorka

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...