Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vindmyllur í Þykkvabæ.
Vindmyllur í Þykkvabæ.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. apríl 2016

Meta möguleika á framleiðslu vindorku

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Landsvirkjun hefur sótt um stöðuleyfi til skipulags- og byggingarnefndar Húnavatns­hrepps fyrir tvær stöðvar til veðurfarslegra athugana í því skyni að meta möguleika á vindorkuframleiðslu á Norðurlandi vestra. 
Gert er ráð fyrir að önnur stöðin verði í landi Steinár 2–3 og hin á Auðkúluheiði. Áformað er að reisa 60 metra há möstur til mælinganna og munu þær standa yfir í um eitt ár.
 
Umsókn Landsvirkjunar var lögð fram til kynningar á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. Í henni kemur fram að markmiðið með stöðvunum sé að mæla vindhraða og aðra veðurfarslega þætti. Ekki verði verulegt jarðrask af framkvæmdunum og þær verði að fullu afturkræfar.
 
Skipulags- og byggingarnefnd Húnavatnshrepps hefur samþykkt stöðuleyfi fyrir báðar mælistöðvarnar til eins árs. Leyfi fyrir uppsetningu veðurstöðvanna liggur fyrir frá landeigendum. 

Skylt efni: vindorka

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...