Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mesta mildi að ekki varð manntjón í Hítardal
Mynd / Gunnlaugur A. Júlíusson
Fréttir 10. júlí 2018

Mesta mildi að ekki varð manntjón í Hítardal

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Mesta mildin var auðvitað sú að ekki varð manntjón,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri í Borgarbyggð. Ein sú allra stærsta skriða, sem fallið hefur á sögulegum tíma hér á landi, féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal snemma á laugardagsmorgun, 7. júlí. Fyrstu mælingar benda til að efnismagnið sé 10 til 20 milljónir rúmmetra. Stöðugt grjóthrun og smáskriður hafa fallið úr skriðusárinu frá því sú stóra féll.

Velsóttur íbúafundur til upplýsingar

Sveitarfélagið Borgarbyggð boðaði til íbúafundar í félagsheimilinu Lyngbrekku í gærkvöld og segir Gunnlaugur að það hafi einkum verið gert íbúum til upplýsingar um stöðu mála vegna þeirra náttúruhamfara sem urðu á svæðinu.  „Það skiptir íbúana máli að vita að tekið er á málum af öryggi og festu og stjórnsýslan sýni fagmennsku þegar atburðir sem þessi eigi sér stað. Þetta er gríðarlega stór skriða, tjónið mikið og það þarf að bregðast við á margan hátt. Fjölmörg verkefni eru framundan og með því að bjóða íbúum á fund gerum við þeim grein fyrir hver staðan er og hver næstu skref verða,“ segir Gunnlaugur.

Skriðan er um einn og hálfur kílómetri á lengd og álíka breið, einn og hálfur kílómetri. Fagfólk frá hinum ýmsu opinberu stofnunum mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeim þáttum sem að þeim snýr, m.a. frá lögreglu og almannavörnum, Landsbjörgu, Veðurstofunni, Landgræðslunni, Veiðimálastofnun og Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Ýmsir fulltrúar þessara aðila vinna að því í samvinnu við bændur og heimamenn að leggja mat á afleiðingar skriðufallsins, bæði nú þegar og til lengri tíma litið.

Óvissa um marga þætti

Gunnlaugur segir óvissu ríkjandi hvað marga þætti varðar, það eigi m.a. við um veiði og aðstæður við Hítará, sem verið hefur fengsæl hin síðari ár. Laxastigi í ánni er ónýtur. Þá megi nefna afréttarmálin og eins hvenær öruggt sé að hleypa umferð fólks inn á svæðið í námunda við skriðuna. Landslag er gjörbreytt, stórt moldarflag á svæðinu eftir skriðuna og því megi gera ráð fyrir gríðarlegu moldroki frá henni. Landgræðsla íhugi hvernig bregðast megi við því. Girðingar töpuðust og eins hólf sem bændur í Hítardal geymdu fé sitt á haustin.

„Veiði í Hítará átti að hefjast á sunnudagsmorgun og vitað var af ferðum manna við greni á svæðinu á laugardagskvöld. Það er þvi mikil mildi að skriðan féll á þeim tíma þegar enginn var á þessum slóðum,“ segir Gunnlaugur.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...