Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mest flutt inn af síðum, en heilir og hálfir skrokkar fluttir út
Mynd / Tjörvi Bjarnason
Fréttir 10. október 2014

Mest flutt inn af síðum, en heilir og hálfir skrokkar fluttir út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Það sem af er þessu ári er búið að flytja inn hátt í 300 tonn af svínakjöti en á sama tíma eru íslenskir svínakjötsframleiðendur að leita að markaði erlendis fyrir innlent kjöt.

Megnið af innflutta kjötinu kemur frá Spáni og öðrum löndum Evrópusambandsins en íslenskir svínakjötsframleiðendur mega ekki flytja kjöt inn í lönd innan ESB.

Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að vegna þess að íslenskir svínakjötsframleiðendur megi ekki flytja kjöt inn á Evrópusambandið hafi þeir ekki um annað að velja en að leita markaða annars staðar og líklegt að útflutningur til Rússlands hefjist fljótlega.

Verð lækkar á haustin

„Staðan er gjarnan þannig á haustin, þegar fer að draga úr mesta ferðamannastraumnum, þá standa margir birgjar, sem hafa flutt inn svínakjöt, frammi fyrir því að vera með birgðir. Til að losna við birgðirnar lækka þeir verð og um leið skapast hætta á því að verð á innlendri framleiðslu falli niður fyrir kostnaðarverð. Reynslan sýnir að verðmyndun í kjölfarið ræðst þá ekki nema að óverulegu leyti af framboði og eftirspurn. Þannig getur misræmi í starfsumhverfinu haft mjög neikvæð áhrif á afkomu búgreinarinnar. Eðlilegast væri að svínabændur hefðu heimild til útflutnings til ESB og á sömu kjörum og eru á því svínakjöti sem heimilt er að að flytja til landsins samkvæmt tollkvótum, eða um 200 tonn á ári samkvæmt reglugerð,“ segir Hörður.

Innflutningur afurðaflokka er mismunandi og allt eftir því í hvers konar vinnslu kjötið á að fara. Hörður segir að búið sé að flytja inn hátt í 300 tonn af svínakjöti það sem af er þessu ári. „Langmest er flutt inn af síðum og beikon unnið úr þeim. Innlendir aðilar eru aftur á móti að framleiða talsvert af beikoni úr öðrum skrokkhlutum eins og til dæmis hryggnum sem gefur af sér afbragðsvöru.“

Rík hefð fyrir svínakjötsneyslu í Rússlandi

Hvað útflutninginn varðar þá fékk ég fyrir skömmu hringingu frá aðila í Moskvu sem hefur áhuga á að kaupa talsvert magn af hálfum skrokkum í ákveðinn tíma sem helgast af ástandinu á markaði þar um þessar mundir.

Í Rússlandi og löndum Austur-Evrópu er rík hefð fyrir neyslu svínakjöts og þar nýta þeir alla hluta dýrsins hvort sem það er kjöt eða innmatur. Ég á því von á að ef útflutningur hefjist þangað þá verði það mest á heilum og hálfum skrokkum en ekki ákveðnir hlutar skrokksins. 

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Uppskerubrestur á kartöflum
10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Lómur
9. október 2024

Lómur

Lömbin léttari en í fyrra
10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Kæra hótanir
8. október 2024

Kæra hótanir