Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mest flutt inn af síðum, en heilir og hálfir skrokkar fluttir út
Mynd / Tjörvi Bjarnason
Fréttir 10. október 2014

Mest flutt inn af síðum, en heilir og hálfir skrokkar fluttir út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Það sem af er þessu ári er búið að flytja inn hátt í 300 tonn af svínakjöti en á sama tíma eru íslenskir svínakjötsframleiðendur að leita að markaði erlendis fyrir innlent kjöt.

Megnið af innflutta kjötinu kemur frá Spáni og öðrum löndum Evrópusambandsins en íslenskir svínakjötsframleiðendur mega ekki flytja kjöt inn í lönd innan ESB.

Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að vegna þess að íslenskir svínakjötsframleiðendur megi ekki flytja kjöt inn á Evrópusambandið hafi þeir ekki um annað að velja en að leita markaða annars staðar og líklegt að útflutningur til Rússlands hefjist fljótlega.

Verð lækkar á haustin

„Staðan er gjarnan þannig á haustin, þegar fer að draga úr mesta ferðamannastraumnum, þá standa margir birgjar, sem hafa flutt inn svínakjöt, frammi fyrir því að vera með birgðir. Til að losna við birgðirnar lækka þeir verð og um leið skapast hætta á því að verð á innlendri framleiðslu falli niður fyrir kostnaðarverð. Reynslan sýnir að verðmyndun í kjölfarið ræðst þá ekki nema að óverulegu leyti af framboði og eftirspurn. Þannig getur misræmi í starfsumhverfinu haft mjög neikvæð áhrif á afkomu búgreinarinnar. Eðlilegast væri að svínabændur hefðu heimild til útflutnings til ESB og á sömu kjörum og eru á því svínakjöti sem heimilt er að að flytja til landsins samkvæmt tollkvótum, eða um 200 tonn á ári samkvæmt reglugerð,“ segir Hörður.

Innflutningur afurðaflokka er mismunandi og allt eftir því í hvers konar vinnslu kjötið á að fara. Hörður segir að búið sé að flytja inn hátt í 300 tonn af svínakjöti það sem af er þessu ári. „Langmest er flutt inn af síðum og beikon unnið úr þeim. Innlendir aðilar eru aftur á móti að framleiða talsvert af beikoni úr öðrum skrokkhlutum eins og til dæmis hryggnum sem gefur af sér afbragðsvöru.“

Rík hefð fyrir svínakjötsneyslu í Rússlandi

Hvað útflutninginn varðar þá fékk ég fyrir skömmu hringingu frá aðila í Moskvu sem hefur áhuga á að kaupa talsvert magn af hálfum skrokkum í ákveðinn tíma sem helgast af ástandinu á markaði þar um þessar mundir.

Í Rússlandi og löndum Austur-Evrópu er rík hefð fyrir neyslu svínakjöts og þar nýta þeir alla hluta dýrsins hvort sem það er kjöt eða innmatur. Ég á því von á að ef útflutningur hefjist þangað þá verði það mest á heilum og hálfum skrokkum en ekki ákveðnir hlutar skrokksins. 

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...