Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Úr matvöruverslun. Myndin tengist ekki beint efni fréttarinnar.
Úr matvöruverslun. Myndin tengist ekki beint efni fréttarinnar.
Mynd / BBL
Fréttir 8. janúar 2018

Merkingum ábótavant í 85% tilvika

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Merkingar á hættulegum efnavörum koma til skila upplýsingum um eðli hættunnar og hvernig eigi að bregðast við eða komast hjá henni og skulu þær vera á íslensku. Þeir sem setja á markað vörur sem innihalda hættuleg efni eru ábyrgir fyrir því að umbúðir varanna séu rétt merktar. 
 
Seljendum er óheimilt að hafa í sölu hættulegar vanmerktar vörur. Þetta er megininntakið í reglum um merkingar hættulegra efna sem gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins og öðluðust fullt gildi þann 1. júní 2017 eftir langt aðlögunartímabil. Það þýðir að merkingar samkvæmt eldri reglum skulu nú alfarið heyra sögunni til.
 
60 vörur skoðaðar
 
Umhverfisstofnun stóð nýlega fyrir eftirlitsverkefni með merkingum á vörum sem innihalda hættuleg efni og náði umfang þess til algengra neysluvara fyrir almenning eins og uppþvottavélaefna, uppþvottalaga, stíflueyða, uppkveikilaga og salernis-, uppþvottavéla-, bletta-, ofna- og grillhreinsa. Farið var í 12 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Akureyri og skoðað úrtak með 60 vörum í ofangreindum vöruflokkum sem þar voru í sölu, til að athuga hvort merkingar þeirra væru í samræmi við reglur.
 
Oft vantar íslenskar merkingar
 
Einungis 15% varanna sem lentu í úrtaki reyndust standast allar kröfur um merkingar. Algengasta frávikið var að vörurnar vantaði algerlega íslenskar merkingar, eða í 38% tilvika. Um 42% varanna voru merkt á íslensku samkvæmt núgildandi reglugerð en með einhver misalvarleg frávik. Þá reyndust þrjár vörur (5%) vera merktar samkvæmt eldri reglum.
 
Langflestir bregðast vel við
 
Öllum birgjum sem ábyrgir voru fyrir vörum sem báru ófullnægjandi merkingar var sent bréf þar sem krafist var viðeigandi úrbóta. Langflestir brugðust við á fullnægjandi hátt innan frestsins sem gefinn var, en í nokkrum tilfellum kom þó til eftirfylgni. Voru þeim birgjum send áform um áminningu, en þar sem þeir brugðust við kröfum stofnunarinnar innan tilsettra tímamarka kom ekki til frekari eftirfylgni.
 
Þörf á lagfæringum
 
Niðurstöður eftirlitsins gefa til kynna að merkingum á efnavörum hér á landi sé verulega ábótavant og að þörf sé á átaki til lagfæringa hjá birgjum sem bera ábyrgð á því að þessar vörur séu rétt merktar. Umhverfisstofnun mun áfram fylgjast náið með merkingum hættulegra efnavara á markaði og standa fyrir eftirliti til að fylgja því eftir að farið sé að reglum hvað þetta varðar. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. 
Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...