Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr matvöruverslun. Myndin tengist ekki beint efni fréttarinnar.
Úr matvöruverslun. Myndin tengist ekki beint efni fréttarinnar.
Mynd / BBL
Fréttir 8. janúar 2018

Merkingum ábótavant í 85% tilvika

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Merkingar á hættulegum efnavörum koma til skila upplýsingum um eðli hættunnar og hvernig eigi að bregðast við eða komast hjá henni og skulu þær vera á íslensku. Þeir sem setja á markað vörur sem innihalda hættuleg efni eru ábyrgir fyrir því að umbúðir varanna séu rétt merktar. 
 
Seljendum er óheimilt að hafa í sölu hættulegar vanmerktar vörur. Þetta er megininntakið í reglum um merkingar hættulegra efna sem gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins og öðluðust fullt gildi þann 1. júní 2017 eftir langt aðlögunartímabil. Það þýðir að merkingar samkvæmt eldri reglum skulu nú alfarið heyra sögunni til.
 
60 vörur skoðaðar
 
Umhverfisstofnun stóð nýlega fyrir eftirlitsverkefni með merkingum á vörum sem innihalda hættuleg efni og náði umfang þess til algengra neysluvara fyrir almenning eins og uppþvottavélaefna, uppþvottalaga, stíflueyða, uppkveikilaga og salernis-, uppþvottavéla-, bletta-, ofna- og grillhreinsa. Farið var í 12 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Akureyri og skoðað úrtak með 60 vörum í ofangreindum vöruflokkum sem þar voru í sölu, til að athuga hvort merkingar þeirra væru í samræmi við reglur.
 
Oft vantar íslenskar merkingar
 
Einungis 15% varanna sem lentu í úrtaki reyndust standast allar kröfur um merkingar. Algengasta frávikið var að vörurnar vantaði algerlega íslenskar merkingar, eða í 38% tilvika. Um 42% varanna voru merkt á íslensku samkvæmt núgildandi reglugerð en með einhver misalvarleg frávik. Þá reyndust þrjár vörur (5%) vera merktar samkvæmt eldri reglum.
 
Langflestir bregðast vel við
 
Öllum birgjum sem ábyrgir voru fyrir vörum sem báru ófullnægjandi merkingar var sent bréf þar sem krafist var viðeigandi úrbóta. Langflestir brugðust við á fullnægjandi hátt innan frestsins sem gefinn var, en í nokkrum tilfellum kom þó til eftirfylgni. Voru þeim birgjum send áform um áminningu, en þar sem þeir brugðust við kröfum stofnunarinnar innan tilsettra tímamarka kom ekki til frekari eftirfylgni.
 
Þörf á lagfæringum
 
Niðurstöður eftirlitsins gefa til kynna að merkingum á efnavörum hér á landi sé verulega ábótavant og að þörf sé á átaki til lagfæringa hjá birgjum sem bera ábyrgð á því að þessar vörur séu rétt merktar. Umhverfisstofnun mun áfram fylgjast náið með merkingum hættulegra efnavara á markaði og standa fyrir eftirliti til að fylgja því eftir að farið sé að reglum hvað þetta varðar. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. 
Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...