Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Merkingar augnbrúna- og augnháralita ekki fullnægjandi
Fréttir 19. mars 2018

Merkingar augnbrúna- og augnháralita ekki fullnægjandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisstofnun stóð nýverið fyrir eftirlitsverkefni með merkingum og innihaldsefnum augnbrúna- og augnháralita. Vörur til slíkrar notkunar innihalda oftar en ekki efni sem gera kröfu um að tiltekin notkunarskilyrði og varnaðarorð á íslensku fylgi þeim.

Á heimasíðu Umhverfis­stofnunar segir að verkefnið hafi gengið út á að kanna hvort merkingar vara í úrtaki eftirlitsins væru í samræmi við gildandi kröfur hvað þetta varðar og einnig hvort öll innihaldsefni þeirra væru leyfileg.

Í úrtaki voru sex birgjar. Skoðaðar voru 22 vörur sem þeir setja á markað, en af þeim voru tvær vörur án frávika. Í 17 tilvikum vantaði alfarið íslenskar merkingar eins og krafa er um. Lagfæra þurfti merkingar á þremur vörum. Engar vörur reyndust innihalda bönnuð efni. Birgjarnir fengu sendar niðurstöður eftirlitsins þar sem fram komu kröfur um úrbætur. Brugðust þeir almennt vel við og urðu við kröfum Umhverfisstofnunar, að einum undanskildum, sem brást ekki við innan tilskilins frests og fór mál hans því til eftirfylgni hjá stofnuninni.

Verkefni þetta sýnir að ekki er vanþörf á að fylgst sé með markaðssetningu á augnbrúna- og augnháralitum sem þurfa íslenskar merkingar af því að þeir innihalda tiltekin innihaldsefni sem geta valdið hættu. Þá þarf að leiðbeina um gildandi reglur og fylgja því eftir að merkingar séu í samræmi við þær. 

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara