Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Merkingar augnbrúna- og augnháralita ekki fullnægjandi
Fréttir 19. mars 2018

Merkingar augnbrúna- og augnháralita ekki fullnægjandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisstofnun stóð nýverið fyrir eftirlitsverkefni með merkingum og innihaldsefnum augnbrúna- og augnháralita. Vörur til slíkrar notkunar innihalda oftar en ekki efni sem gera kröfu um að tiltekin notkunarskilyrði og varnaðarorð á íslensku fylgi þeim.

Á heimasíðu Umhverfis­stofnunar segir að verkefnið hafi gengið út á að kanna hvort merkingar vara í úrtaki eftirlitsins væru í samræmi við gildandi kröfur hvað þetta varðar og einnig hvort öll innihaldsefni þeirra væru leyfileg.

Í úrtaki voru sex birgjar. Skoðaðar voru 22 vörur sem þeir setja á markað, en af þeim voru tvær vörur án frávika. Í 17 tilvikum vantaði alfarið íslenskar merkingar eins og krafa er um. Lagfæra þurfti merkingar á þremur vörum. Engar vörur reyndust innihalda bönnuð efni. Birgjarnir fengu sendar niðurstöður eftirlitsins þar sem fram komu kröfur um úrbætur. Brugðust þeir almennt vel við og urðu við kröfum Umhverfisstofnunar, að einum undanskildum, sem brást ekki við innan tilskilins frests og fór mál hans því til eftirfylgni hjá stofnuninni.

Verkefni þetta sýnir að ekki er vanþörf á að fylgst sé með markaðssetningu á augnbrúna- og augnháralitum sem þurfa íslenskar merkingar af því að þeir innihalda tiltekin innihaldsefni sem geta valdið hættu. Þá þarf að leiðbeina um gildandi reglur og fylgja því eftir að merkingar séu í samræmi við þær. 

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...