Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Merkingar augnbrúna- og augnháralita ekki fullnægjandi
Fréttir 19. mars 2018

Merkingar augnbrúna- og augnháralita ekki fullnægjandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisstofnun stóð nýverið fyrir eftirlitsverkefni með merkingum og innihaldsefnum augnbrúna- og augnháralita. Vörur til slíkrar notkunar innihalda oftar en ekki efni sem gera kröfu um að tiltekin notkunarskilyrði og varnaðarorð á íslensku fylgi þeim.

Á heimasíðu Umhverfis­stofnunar segir að verkefnið hafi gengið út á að kanna hvort merkingar vara í úrtaki eftirlitsins væru í samræmi við gildandi kröfur hvað þetta varðar og einnig hvort öll innihaldsefni þeirra væru leyfileg.

Í úrtaki voru sex birgjar. Skoðaðar voru 22 vörur sem þeir setja á markað, en af þeim voru tvær vörur án frávika. Í 17 tilvikum vantaði alfarið íslenskar merkingar eins og krafa er um. Lagfæra þurfti merkingar á þremur vörum. Engar vörur reyndust innihalda bönnuð efni. Birgjarnir fengu sendar niðurstöður eftirlitsins þar sem fram komu kröfur um úrbætur. Brugðust þeir almennt vel við og urðu við kröfum Umhverfisstofnunar, að einum undanskildum, sem brást ekki við innan tilskilins frests og fór mál hans því til eftirfylgni hjá stofnuninni.

Verkefni þetta sýnir að ekki er vanþörf á að fylgst sé með markaðssetningu á augnbrúna- og augnháralitum sem þurfa íslenskar merkingar af því að þeir innihalda tiltekin innihaldsefni sem geta valdið hættu. Þá þarf að leiðbeina um gildandi reglur og fylgja því eftir að merkingar séu í samræmi við þær. 

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...