Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Melur
Bærinn okkar 21. september 2017

Melur

Við komum inn í búrekstur foreldra Þóreyjar, þeirra Þorkels Guðbrandssonar og Guðrúnar Jónasdóttur, árið 2007 og höfum smátt og smátt verið að taka yfir og erum nú orðin ein eigendur af jörðinni.  
 
Býli:  Melur.
 
Staðsett í sveit:  Á Mýrum í Borgarbyggð.
 
Ábúendur: Sigurjón Helgason og Þórey Björk Þorkelsdóttir.
 
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigurjón, Þórey og fimm börn. Þau Ólöf Inga, 12 ára, Tinna Guðrún, 11 ára, Helgi Freyr, 7 ára, Brynjar Þór, 4 ára og Emma Dís, 2 ára. Hundarnir Spori og Loðna og kettirnir Mýra, Dóra og Gosi.
 
Stærð jarðar? Rúmlega 600 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað, aðallega mjólkurbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 45 mjólkurkýr, 70 geldneyti og 150 kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Vaknað 6.30, börn græjuð í skóla og farið út í mjaltir, að þeim loknum er farið inn og fengið sér snarl. Erum að breyta fjósinu, sem er gamalt básafjós, í 60 bása lausagöngufjós. Því fara dagarnir mikið í smíðavinnu og vinnu tengda þeim breytingum þessa dagana. Kvöldmjaltir byrja um kl. 18 og er lokið um kl. 20. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður er efst á lista hjá húsfreyjunni en allt er þetta skemmtilegt ef vel gengur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, en stefnum á að auka mjólkurframleiðsluna. Tökum í notkun mjaltaþjón frá DeLaval um áramót.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Ágætlega en stundum vantar samstöðu, kjark og þor.
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Nokkuð bjartsýn um að honum vegni vel, þó að ýmis ljón séu í veginum. Til dæmis Viðreisn.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það eru tækifæri í öllum íslenskum búvörum. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, skyr, smjörvi og jógurt ásamt fleiru.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið slær alltaf í gegn.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það verður sjálfsagt þegar kýrnar verða komnar í lausagöngu og mjaltaþjónninn verður farinn að mjólka í desember.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...