Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Melur
Bóndinn 21. september 2017

Melur

Við komum inn í búrekstur foreldra Þóreyjar, þeirra Þorkels Guðbrandssonar og Guðrúnar Jónasdóttur, árið 2007 og höfum smátt og smátt verið að taka yfir og erum nú orðin ein eigendur af jörðinni.  
 
Býli:  Melur.
 
Staðsett í sveit:  Á Mýrum í Borgarbyggð.
 
Ábúendur: Sigurjón Helgason og Þórey Björk Þorkelsdóttir.
 
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigurjón, Þórey og fimm börn. Þau Ólöf Inga, 12 ára, Tinna Guðrún, 11 ára, Helgi Freyr, 7 ára, Brynjar Þór, 4 ára og Emma Dís, 2 ára. Hundarnir Spori og Loðna og kettirnir Mýra, Dóra og Gosi.
 
Stærð jarðar? Rúmlega 600 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað, aðallega mjólkurbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 45 mjólkurkýr, 70 geldneyti og 150 kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Vaknað 6.30, börn græjuð í skóla og farið út í mjaltir, að þeim loknum er farið inn og fengið sér snarl. Erum að breyta fjósinu, sem er gamalt básafjós, í 60 bása lausagöngufjós. Því fara dagarnir mikið í smíðavinnu og vinnu tengda þeim breytingum þessa dagana. Kvöldmjaltir byrja um kl. 18 og er lokið um kl. 20. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður er efst á lista hjá húsfreyjunni en allt er þetta skemmtilegt ef vel gengur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, en stefnum á að auka mjólkurframleiðsluna. Tökum í notkun mjaltaþjón frá DeLaval um áramót.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Ágætlega en stundum vantar samstöðu, kjark og þor.
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Nokkuð bjartsýn um að honum vegni vel, þó að ýmis ljón séu í veginum. Til dæmis Viðreisn.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það eru tækifæri í öllum íslenskum búvörum. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, skyr, smjörvi og jógurt ásamt fleiru.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið slær alltaf í gegn.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það verður sjálfsagt þegar kýrnar verða komnar í lausagöngu og mjaltaþjónninn verður farinn að mjólka í desember.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...