Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Meirihluti vill ekki heimila innflutning á fersku kjöti
Mynd / BBL
Fréttir 8. apríl 2019

Meirihluti vill ekki heimila innflutning á fersku kjöti

Höfundur: smh

MMR birti í dag niðurstöður úr könnun á skoðun Íslendinga á innflutningi á fersku kjöti frá löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar kemur fram að 55 prósent fólksins sem tók afstöðu er andvígt slíkum innflutningi, en 27 prósent er honum fylgjandi.

Könnunin var gerð dagana 11.-14. mars 2019. Alls kváðust 38% aðspurðra mjög andvíg því að slíkur innflutningur verði heimilaður, 18% kváðust frekar andvíg, Hvorki fylgjandi né andvíg sögðust 17 prósent vera, 15 prósent frekar fylgjandi og 12 prósent mjög fylgjandi.

„Karlar (37%) reyndust líklegri en konur (17%) til að segjast fylgjandi því að innflutningur á fersku kjöti frá löndum af Evrópska Efnahagssvæðinu verði heimilaður en 63% kvenna kváðust andvígar slíkum innflutningi, samanborið við 48% karla. Andstaða gegn innflutningi jókst með auknum aldri en 70% svarenda á aldrinum 68 ára og eldri kváðust frekar eða mjög andvígir því að innflutningur verði heimilaður, samanborið við 52% þeirra 18-29 ára og 49% þeirra 30-49 ára. Stuðningur við innflutning reyndist mestur á meðal svarenda á aldrinum 30-49 ára (34%) en minnstur hjá þeim 18-29 ára (20%).

Þá reyndust svarendur búsettir á landsbyggðinni líklegri til að segjast andvígir innflutningi á fersku kjöti (69%) heldur en íbúar höfuðborgarsvæðisins (47%) en yfir helmingur landsbyggðarbúa kvaðst mjög andvígur (55%). Svarendur af höfuðborgarsvæðinu reyndust hins vegar líklegri til að segjast fylgjandi því að innflutningur verði heimilaður (33%) heldur en þeir af landsbyggðinni (17%),“ segir í frétt á vef MMR.

Í úrtaki voru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Alls svöruðu 1.025 einstaklingar spurningum MMR.

 

 

Mynd / MMR

 

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...