Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Meirihluti Evrópubúa meðvitaður um matvælaöryggi
Mynd / Bbl
Fréttir 11. júní 2019

Meirihluti Evrópubúa meðvitaður um matvælaöryggi

Í niðurstöðum könnunar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) kemur fram að meirihluti Evrópubúa er meðvitaður um matvælaöryggi og tveir þriðju neytenda hafa breytt sínum neysluvenjum vegna upplýsinga sem þeir hafa fengið um matvælaöryggi. Tveir af fimm lýsa persónulegum áhuga á matvælaöryggi og einn af fimm segir það vera þeirra helsta forsenda við kaup á matvælum. 

Matvælastofnun greinir frá könnuninni á vef sínum. Þar segir að það sem flestir Evrópubúar horfa fyrst og fremst til við kaup á matvælum er uppruni (53%), verð (51%), matvælaöryggi (50%) og bragð (49%). Minni áhersla er lögð á næringargildi (44%). Siðferði og trú (þ.e.a.s. dýravelferð, umhverfisáhrif og trúarbrögð) hafa minnstu áhrif við val á matvælum (19%). 

„Þegar kemur að matvælaöryggi er ekkert eitt málefni sem veldur neytendum mestum áhyggjum meðal aðildarríkja ESB. Í yfir 20 löndum voru þrjú helstu áhyggjuefni neytenda misnotkun á sýklalyfjum, hormónum og sterum í búfé (44%), leifar af skordýraeitri í matvælum (39%) og aukefni í matvælum (36%).“

Minnst traust á evrópskum stofnunum

„Þegar kemur að upplýsingum um hættur í matvælum bera evrópskir neytendur mest traust til vísindamanna eða 82% (sem er 9% hækkun frá árinu 2010), neytendasamtaka (79%) og bænda (69%). Traust til yfirvalda í hverju landi er 60% og til evrópskra stofnana 58% sem er í takt við niðurstöðurnar frá 2010. 

Rætt var við 27,655 viðmælendur í 28 löndum Evrópusambandsins (ESB) í apríl 2019. Sambærileg viðhorfskönnun var síðast gerð árið 2010,“ segir í frétt Matvælastofnunar.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...