Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matvælastofnun stöðvar dreifing mjólkur frá fjórum kúabúum
Fréttir 25. nóvember 2014

Matvælastofnun stöðvar dreifing mjólkur frá fjórum kúabúum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá fjórum kúabúum í Vesturumdæmi og Suðvesturumdæmi. Ástæður stöðvunarinnar eru skortur á rekjanleika í einu tilfelli og skortur á úrbótum í þremur þrátt fyrir margítrekaðar kröfur Matvælastofnunar.

Á heimsíðu Matvælastofnunar segir að rekjanleiki afurða er forsenda þess að hægt sé að hafa eftirlit með matvælum allt frá uppruna þeirra að diski neytenda og að hægt sé að fjarlægja hættuleg matvæli af markaði. Á einum bæjanna gat framleiðandi ekki sýnt fram á uppruna og rekjanleika mjólkur sem dreift var frá búinu. Á hinum bæjunum voru gerðar ítrekaðar kröfur um úrbætur. Kröfurnar sneru ýmist að ófullnægjandi þrifum, viðhaldi, umhverfi, hönnun, skráningum og/eða leyfum. Búunum var veittur lokafrestur til úrbóta en kröfur Matvælastofnunar voru ekki virtar.

Matvælastofnun hefur skv. lögum um matvæli heimild til að stöðva starfsemi og afturkalla starfsleyfi þegar frávik endurtaka sig og tilmæli stofnunarinnar eru ekki virt. Mjólk frá þessum framleiðendum mun ekki verða afhent til vinnslu fyrr en uppfyllt eru gildandi lög og reglur.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...