Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fréttir 22. mars 2017

Matvælastofnun sektar vegna aðbúnaðar nautgripa og sauðfjár

Matvælastofnun tilkynnti um það í dag að dagsektir hefðu verið lagðar á bónda á Suðurlandi  vegna aðbúnaðar nautgripa og sauðfjár á bænum.

Fram kemur að um endurtekið brot sé að ræða án þess að kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafi verið virtar.

„Matvælastofnun krafðist úrbóta á búinu í lok síðasta árs vegna útigangs nautgripa og aðbúnaðar í fjárhúsum og fjósi. Við eftirlit í janúar og mars hafði úrbótum ekki verið sinnt nema að hluta.

Samkvæmt reglugerð nr. 940/2015 um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra taka dagsektir gildi frá og með þeim degi sem þær eru ákvarðaðar og fram að þeim degi sem skyldu er fullnægt að mati Matvælastofnunar. Samkvæmt sömu reglugerð falla útistandandi dagsektir niður ef umráðamaður dýra hefur bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, að mati Matvælastofnunar, innan fimm virkra daga frá ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir. Svo var ekki og leggjast dagsektir að upphæð 15.000 kr. á umráðamann dýranna,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...