Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matvælastofnun kærir fjárflutninga bænda
Fréttir 7. mars 2024

Matvælastofnun kærir fjárflutninga bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun (MAST) hefur kært til lögreglu meintan fjárflutning bænda á tveimur bæjum úr Snæfellshólfi yfir sauðfjárveikivarnarlínu í Vesturlandshólf.

Kæran kemur í kjölfar ábendingar sem MAST barst í haust um að kindur hefðu verið fluttar yfir varnarlínu, sem er bannað samkvæmt dýrasjúkdómalögum. Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir að til grundvallar ákvörðuninni um að vísa málinu til lögreglu hafi meðal annars verið myndefni sem stofnunin hefur undir höndum.

Bæirnir eru í gamla Kolbeins­staðahreppi. Að sögn Einars neituðu bændurnir sök, þegar þeim var veittur andmælafrestur. Hann segir að samkvæmt 30. grein laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, varða brot gegn lögunum, reglugerðum og fyrirmælum gefnum samkvæmt þeim sektum eða fangelsi allt að 2 árum. „Allt bendir til að féð hafi sloppið yfir varnarlínuna vegna þess að varnarhlið var opið eftir ferðamenn. Bændurnir sóttu það aftur yfir varnarlínuna að vitnum ásjáandi. Í fyrstu málsgrein 25. greinar dýrasjúkdómalaga segir að sleppi sauðfé yfir varnarlínur skuli því slátrað. Við vísum málinu til lögreglu fyrst og fremst vegna þess að lögregla hefur víðtækari rannsóknarheimildir en MAST. Í öðru lagi hefur MAST engar refsiheimildir samkvæmt dýrasjúkdómalögum, öfugt við til dæmis dýravelferðarlög þar sem MAST getur refsað með stjórnvaldssektum,“ segir Einar.

Skylt efni: varnarhólf | varnarlínur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...