Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Matvælastofnun kærir fjárflutninga bænda
Fréttir 7. mars 2024

Matvælastofnun kærir fjárflutninga bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun (MAST) hefur kært til lögreglu meintan fjárflutning bænda á tveimur bæjum úr Snæfellshólfi yfir sauðfjárveikivarnarlínu í Vesturlandshólf.

Kæran kemur í kjölfar ábendingar sem MAST barst í haust um að kindur hefðu verið fluttar yfir varnarlínu, sem er bannað samkvæmt dýrasjúkdómalögum. Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir að til grundvallar ákvörðuninni um að vísa málinu til lögreglu hafi meðal annars verið myndefni sem stofnunin hefur undir höndum.

Bæirnir eru í gamla Kolbeins­staðahreppi. Að sögn Einars neituðu bændurnir sök, þegar þeim var veittur andmælafrestur. Hann segir að samkvæmt 30. grein laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, varða brot gegn lögunum, reglugerðum og fyrirmælum gefnum samkvæmt þeim sektum eða fangelsi allt að 2 árum. „Allt bendir til að féð hafi sloppið yfir varnarlínuna vegna þess að varnarhlið var opið eftir ferðamenn. Bændurnir sóttu það aftur yfir varnarlínuna að vitnum ásjáandi. Í fyrstu málsgrein 25. greinar dýrasjúkdómalaga segir að sleppi sauðfé yfir varnarlínur skuli því slátrað. Við vísum málinu til lögreglu fyrst og fremst vegna þess að lögregla hefur víðtækari rannsóknarheimildir en MAST. Í öðru lagi hefur MAST engar refsiheimildir samkvæmt dýrasjúkdómalögum, öfugt við til dæmis dýravelferðarlög þar sem MAST getur refsað með stjórnvaldssektum,“ segir Einar.

Skylt efni: varnarhólf | varnarlínur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...