Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matvælastofnun kærir fjárflutninga bænda
Fréttir 7. mars 2024

Matvælastofnun kærir fjárflutninga bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun (MAST) hefur kært til lögreglu meintan fjárflutning bænda á tveimur bæjum úr Snæfellshólfi yfir sauðfjárveikivarnarlínu í Vesturlandshólf.

Kæran kemur í kjölfar ábendingar sem MAST barst í haust um að kindur hefðu verið fluttar yfir varnarlínu, sem er bannað samkvæmt dýrasjúkdómalögum. Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir að til grundvallar ákvörðuninni um að vísa málinu til lögreglu hafi meðal annars verið myndefni sem stofnunin hefur undir höndum.

Bæirnir eru í gamla Kolbeins­staðahreppi. Að sögn Einars neituðu bændurnir sök, þegar þeim var veittur andmælafrestur. Hann segir að samkvæmt 30. grein laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, varða brot gegn lögunum, reglugerðum og fyrirmælum gefnum samkvæmt þeim sektum eða fangelsi allt að 2 árum. „Allt bendir til að féð hafi sloppið yfir varnarlínuna vegna þess að varnarhlið var opið eftir ferðamenn. Bændurnir sóttu það aftur yfir varnarlínuna að vitnum ásjáandi. Í fyrstu málsgrein 25. greinar dýrasjúkdómalaga segir að sleppi sauðfé yfir varnarlínur skuli því slátrað. Við vísum málinu til lögreglu fyrst og fremst vegna þess að lögregla hefur víðtækari rannsóknarheimildir en MAST. Í öðru lagi hefur MAST engar refsiheimildir samkvæmt dýrasjúkdómalögum, öfugt við til dæmis dýravelferðarlög þar sem MAST getur refsað með stjórnvaldssektum,“ segir Einar.

Skylt efni: varnarhólf | varnarlínur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...