Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matvælastefna mótuð fyrir Ísland
Mynd / BBL
Fréttir 28. ágúst 2018

Matvælastefna mótuð fyrir Ísland

Sjávarútvegs- - og landbúnaðarráðherra hefur sett á fót verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að móta matvælastefnu fyrir Ísland. Matvælastefnan skal liggja fyrir í árslok 2019.

Með matvælastefnunni skulu fylgja tillögur að aðgerðaáætlun til innleiðingar stefnunnar fyrir íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi.

Verkefnastjórnin er þannig skipuð:

  • Vala Pálsdóttir, formaður, skipuð af ráðherra
  • Ingi Björn Sigurðsson, skipaður af ráðherra
  • Ragnheiður Héðinsdóttir tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
  • Anna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Sigurður Eyþórsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands

Verkefnastjórar koma frá Matís og auk þess mun Matarauður Íslands eiga áheyrnarfulltrúa.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að á Íslandi séu um margt kjöraðstæður til að framleiða úrvals matvörur - þökk sé hreinu vatni, jarðvegi og andrúmslofti. Þá sé lífríki hafsins ríkulegt, orkugjafar umhverfisvænir og hér sé dýrmæt matarhefð.

„Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að Ísland skuli vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum. Þá beri að nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi, þróa á lífhagkerfið enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu,“ segir í tilkynningunni.

Verkefnisstjórnin mun hafa eftirfarandi þætti að leiðarljósi við mótun matvælastefnunnar:

  • Stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu í gegnum virðiskeðjuna
  • Bætt aðgengi að hollum matvælum með áherslu á lýðheilsu
  • Nýsköpun, vöruþróun og virðissköpun í virðiskeðjunni
  • Uppruna matvæla, merkingar og matvæla öryggi
  • Aðgengi að upplýsingum og gegnsæi
  • Mikilvægi þess að draga úr matarsóun
  • Samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði
Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...